Skrifað á Mokka
Páll Elísson vinnur að reynslusögu sinni á Mokka
Verð að benda á tvo þætti í útvarpinu í morgun sem dugðu heldur betur sem bitastætt nesti fyrir hugann á þessum dýrðardegi.
Elías Davíðsson var gestur í þætti Ævars Kjartanssonar 'Framtíð lýðræðis' og ræddi hann á mjög gegnsæjan og skarpskyggnan hátt, um eignarrétt, peningavald, frelsi og lýðræði - og hvet ég eindregið til þess að fólk hlusti á þennan þátt. Með Ævari var Árni Þór Árnason, titlaður umræðustjóri, sem veitti Elíasi viðnám, en sú umræðustjórn hafði yfir sér blæ bláleitrar ritstýringar.
Eftir lýðræðisþáttinn kom hinn stórskemmtilegi 'Úlfaldar & mýflugur' sem er minn uppáhalds þáttur nú um stundir og fjallar hann næstum því um skordýr! (Þeas fjallað er um annarskonar gersemar) Í þessum þætti er meðal annars sagt frá einkar flínkum skákmönnum.
Hér er svo fyrsta mynd dagsins:
Krotað á Kaffitári við samræðum vinanna um mótorhjól og annað ómerkilegt
Og sú síðasta:
Davíð (til vinstri) skrifar við sjóinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli