sunnudagur, 22. apríl 2012

Nokkrar skissur...

Hér eru nokkrar sem hafa safnast fyrir í skissubókinni. Æði misjafnt eins og alltaf.



Á Súfistanum (M&M) að lesa Napóleon!



Á súfistanum



Frá Kaffitári



Frá Kaffitári



Fígúra á fundi



Söngkona á kaffitári



Vinkonur spjalla



Stórhættulegur hænsnfugl!



Frá Kaffitári


Frá Kaffitári

miðvikudagur, 11. apríl 2012

Undan rúminu

Vaknaði í nótt við þrusk og var þá minkurinn kominn inn í svefnherbergi. Hann var að hrjúfra sig í bastkörfuna hans Mola og virtist ekkert verða bylt við þegar ég reis við dogg en svo læddist hann fram í stofu og ég á eftir honum og svo inn í Margrétar herbergi. Þar lokaði ég hann inni og ekkert annað að gera en fara aftur að sofa. Moli var brjálaður í allan gærdag og heyrst hafði svakalegt öskur úr einu skoti og moli stóð vaktina með úfið skott. En Moli hafði greinilega farið á veiðar í nótt og var hvergi sjáanlegur. Nú í morgun var spennt minkagildra með hráum fiskbitum í og ég laumaðist með hana inn í Margrétar herbergi, en þar var allt á rú og stúi! Þegar ég var að koma gildrunni fyrir, þá birtist allt í einu svart trýni undan rúminu, eins og slanga, og svo gat hann ekki staðist fiskbitana og kom allur undan og ég sneri gildrunni og hann labbaði rólegur inn í hana. Svona á að veiða mink hugsaði ég og lokaði á eftir honum. Þetta var greinilega einn af þeim minkum sem sluppu í fyrrahaust úr minkabúinu skammt frá, en síðan hafa veiðst yfir 30 minkar hér í næsta nágrenni.
Eftir að hafa tekið til í herberginu og hreinsað út skít og glerbrot, þá kíkti ég hvort einhver skítur væri undir rúminu, en fann þá þrjár stórar vatnslitastúdíur frá því þegar ég fór til Aix  en Provence 1991, til að hugsa málið.



Frá garði í Aix, 5. nóv. 1991



Sami garður 6. nóv. 1991



Vasastúdía í sama garði, 8. nóv 1991

Það var skrítið að sjá þessar myndir aftur. Margt sem ég get krítiserað, en svo hef ég líka gleymt ýmsu sem ég virðist hafa kunnað á þeim tíma. Málaði margar fleiri litlar myndir í Aix, sem eru einhversstaðar undir einhverju eða í geymslu í einhverjum skít.