þriðjudagur, 23. febrúar 2010

Óvænt og ánægjulegt

Björkin hvílir sig í gluggakistunni á Mokka.

Já, það er innblásturinn sem gerir allt í lífi karlmannsins... innblástur frá augnaráði kvenna.

Allt of stíft dútl - rembingur!


Bjarni Bernharður er afkastamikill í ljóðagerðinni. Nýjasta bókin "Undir Gullfjöllum" sá dagsins ljós í síðustu viku. Fullt af fínum ljóðum. Náði þessari mynd af skáldinu og ég er ekki frá því að þarna sé einhver svipur með Óskari Wild ....

Bjarni Bernharður Wild!

laugardagur, 13. febrúar 2010

Vítin eru til þess að varast!

Aftur fell ég í þessa lúmsku gryfju og reyni að gera fallega mynd í stað þess að sjá betur hvað blasir við manni og ná því bara (!) með tilfinningum einum saman. Fyrsta skrefið er að átta sig, en svo er erfiðara að gleyma sér. Ég læri þetta kannski smátt og smátt...

Æðislegt að fá vöfflur og kakó á Mokka! (Fía, Vera og Líneik Þula)

þriðjudagur, 9. febrúar 2010

Í kyrrðinni

Heimaverkefni á Mokka síðdegis í gær.

laugardagur, 6. febrúar 2010

Kreppan er minn tími.

Smá experiment hefur staðfest það sem mig grunaði að þeim mun meira sem ég teikna og hangsa þeim mun betur gengur mér að leysa þau verkefni tæknilegs eðlis, sem liggja fyrir - og aldrei meira að gera en í svokallaðri kreppu. Kannski af því að hype og fake er ekki hluti af innihaldslýsingunni. En stefnan er s.s. að teikna og mála meira á þessu ári, og þá verður líklega líflegra á þessari síðu.

Eftirmiðdegi á Mokka.


Hádegistesopi