laugardagur, 6. febrúar 2010

Kreppan er minn tími.

Smá experiment hefur staðfest það sem mig grunaði að þeim mun meira sem ég teikna og hangsa þeim mun betur gengur mér að leysa þau verkefni tæknilegs eðlis, sem liggja fyrir - og aldrei meira að gera en í svokallaðri kreppu. Kannski af því að hype og fake er ekki hluti af innihaldslýsingunni. En stefnan er s.s. að teikna og mála meira á þessu ári, og þá verður líklega líflegra á þessari síðu.

Eftirmiðdegi á Mokka.


Hádegistesopi

2 ummæli:

Tryggvi Edwald sagði...

það var interessant niðurstaða, og staðfestir nokkuð sem mig hefur lengi grunað. En hvernig mælirðu þetta?

TAP sagði...

það var nú engin hávísindalega aðferð þarna á ferð. Var meðvitaður um tíðar heimsóknir á kaffihúsið því mörg voru vandamálin og erfiðar ákvarðanir og er ég ekki frá því að heimsóknirnar hafi alltaf verið á réttum tímapunkti til að brjóta upp og taka af skarið fyrir næstu törn.