miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Myndir frá síðustu vikum

Mokka

Á Mokka


Sjálfsmynd
Sjálfsmynd í spegli


Túristar
Tvær á ferðalagi


Ljóðahátíð Nýhils var í vikunni sem leið. Margt mjög áhrifamikið.
Haukur Már flutti svakalega ljóðaða yfirlýsingu með hljóðmynd.
Kristín Eiríksdóttir flutti magnað ljóð

Sé í gegnum þig..
"Stóri hvíti maður ... ég sé í gegnum þig."

og Ida Börjel flutti ljóð um kaupendur og seljendur sem fékk mann til að hugsa... og hugsa aftur og öðruvísi um hlutskipti... sitt og annara. Og Eiríkur Örn Norðdahl..



Ida Börjel

..flutti gamla og nýja tungubrjóta


Já svo kynnti Haukur Már einnig prótótýpu af fréttunarvélinni - Sjá hér og hér.

mánudagur, 11. ágúst 2008

Gersemar í gróðrinum!

Ég gleymi aldrei sveppunum sem við fundum á túninu í Mývatnssveit þegar við vorum í ferðalagi þar fyrir nær 40 árum síðan. Við sáum þá frá bílnum á hestatúni og voru þeir á stærð við stóra matardiska. Pabbi setti þá í pönnu og steikti með smá hvítlauk svo ilminn lagði um allan barnaskólann á Skútustöðum og laðaði að útlendingana sem gistu þar í svefnpokaplássi. Það var ógleymanlega gott.

Ég tók með mér húfuna áðan í hlaupatúrinn ef skildi rigna, en grunaði ekki að hversu miklu gagni hún kæmi. Á leiðinni frá Gróttu norðaustanvið var fullt af þessum fínu sveppum - Champignon á frönsku og þekkjast á því að þeir eru bleikir undir regnhlífinni. Annar sveppur sem vex mikið við vegkantinn og á umferðareyjum í Reykjavík er Coprinus comatus "Shaggy mane" sem við köllum alltaf "Shaggy dog" sem er hár og langur og verður ritjulegur og blekugur mjög fljótt. Ekki eins góður og þessi bleiki, og yfirleitt of nálægt útblæstri bílanna.

Ein húfufylli áðan dugði í dásamlegan kvöldverð með hálfri gamalli bagettu:









Það á bara að krydda sveppi með salti og pipar, engu öðru - sagði mér veitingamaður á frábæru litlu veitingahúsi í Kerteminde á Fjóni.

Fer strax í fyrramálið og sæki meira...þeas ef ég lifi af nóttina!

Litarefni ...

Kirsuberið

Sérlagað kaffi og kirsuberið af súkkulaðikökunni

Eftir mikið puð við umbrot og skráarsnið var gott að ná í skottið á Mokka áður en það lokaði og fá sér sérlagað kaffi og súkkulaðiköku. Sólin skein glatt á sólríkasta blettinum á Skólavörðustíg, og geitungagildran (skál með jarðarberjasultutaui skammt frá) dugði ekki til að bægja þeim frá borðinu þegar kirsuberið var annarsvegar. Ótrúlegt hvað þeir fara í taugarnar á fólk þessi blessuðu kríli sem sumir jafnvel kalla verk djöfulsins. Sagan er víst þannig að eftir að guð hafði skapað hunangsfluguna; þá ljúfu og vinnusömu lífveru sem sér um að blóm breytist í aldin, þá vildi djöfsi slá honum við. Ég endaði svo með að sitja einn til borðs með þeim sveimandi allt um kring. Verst þótti mér að geta ekki tjáð þeim að litarefnið í kirsuberinu er krabbameinsvaldandi.

föstudagur, 8. ágúst 2008

"Þvílíkt bull og vitleysa"

Grótta

Í gær fór ég út að hlaupa með Óla Gunn. Hélt ég ætti ekki eftir að hlaupa af viti aftur því amk þrjú ár eru liðin frá því ég skokkaði síðast, en svo í gærkvöldi hlupum við einn stóran hring kringum Gróttu og það var frábært!

En þetta gerðist ekki af sjálfu sér - Fyrir um tveimur vikum ákvað ég að nú skildi þrufa með einhverjum ráðum að stöðva hina tiltölulega nýlegu en samt íþyngjandi söfnun forða í kringum magann sem ég hafði oft orð á við hina og þessa en uppskar bara hneykslun "Uss! Þú ert ekkert feitur!". En þetta er eins afstætt og hugsast getur, og þegar maður hefur vanist að vera 73 kg meira en hálfa ævina og rýkur svo upp um rúmlega 10kg á einu ári þá þarf að gera eitthvað í málinu. Ég s.s. hjólaði upp í Mosfellsdal og svo aftur til baka um kvöldið, og það var ekki fyrr en í Grafarvoginum á leiðinni til baka að eitthvað fór að gerast. Þá fyrst fann ég aftur fyrir líkamanum - ekki sem erfiðandi ótengdum hluta af sjálfum mér íþyngjandi, heldur í einingu við sjálfan mig sem ég gat stýrt og beytt krafti að vild. Einnig fann ég á ný fyrir þreytu sem ég hef lengi þráð þar sem maður er gjörsamlega útkeyrður og dásamleg værð færist yfir tilveruna. Brennslan var byrjuð á ný og bjórinn á leið burt. Það var æðislegt. Því var ekkert sjálfsagðara en að fara í stuttbuxurnar og skóna í gærkvöldi og henda sér út.
Lykilatriðið í þessu öllu er að ætli maður að snúa einhverju við þarf að hafa svolítið fyrir hlutunum og helst að fara vel yfir strikið!


Fríða

Fríða í dag

Bjarni Bernharður
Bjarni Bernharður í gær

mánudagur, 4. ágúst 2008

Á Mokka ...



Doddi teiknar inni..

...sólin skýn úti

laugardagur, 2. ágúst 2008

Blásaravör

Stefán Stephensen

Stefán Stephensen á Mokka