mánudagur, 11. ágúst 2008

Litarefni ...

Kirsuberið

Sérlagað kaffi og kirsuberið af súkkulaðikökunni

Eftir mikið puð við umbrot og skráarsnið var gott að ná í skottið á Mokka áður en það lokaði og fá sér sérlagað kaffi og súkkulaðiköku. Sólin skein glatt á sólríkasta blettinum á Skólavörðustíg, og geitungagildran (skál með jarðarberjasultutaui skammt frá) dugði ekki til að bægja þeim frá borðinu þegar kirsuberið var annarsvegar. Ótrúlegt hvað þeir fara í taugarnar á fólk þessi blessuðu kríli sem sumir jafnvel kalla verk djöfulsins. Sagan er víst þannig að eftir að guð hafði skapað hunangsfluguna; þá ljúfu og vinnusömu lífveru sem sér um að blóm breytist í aldin, þá vildi djöfsi slá honum við. Ég endaði svo með að sitja einn til borðs með þeim sveimandi allt um kring. Verst þótti mér að geta ekki tjáð þeim að litarefnið í kirsuberinu er krabbameinsvaldandi.

1 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Þessi mynd þykir mér sérlega skemmtileg: )