sunnudagur, 29. júlí 2012

Að treysta lífinu...

Það er oft sem ég velti fyrir mér afstöðu til hluta og þá á ég ekki við eðlisfræði. Hvernig á maður að hugsa t.d. til sjálf sín og eigin líkama þannig að ég vinni með honum, geri honum ekki mein heldur hjálpi honum. Hugurinn er nefninlega oft svo ótengdur lífinu, en samt virðist hann stundum vera allt sem er. Hvernig afstöðu hef ég þegar ég er að teikna. Það getur verið vandamál þegar hugurinn er alltaf að fylgjast meðvitaður með. Þessi meðvitaði hugur kallar fram óöryggi, efasemdir og gagnrýni sem annars væri bara ekki til. Blessaður hugurinn - ef hann gæti nú bara leyft lífinu að njóta sín og dansað með.
 Í þessum myndum mínum má oft berlega sjá afstöðu mína. Ég er oft óöruggur og þá varfærinn en stundum varfærinn en samt að njóta þess. Svo koma einstaka sprettir sem ég læt bara vaða og þá næ ég oft best því sem ég skynja. Leyfa sér bara að gera og treysta. Fáðu þér frí haus og njóttu þín bara - lífið vill bara njóta sín og þannig blómstrar allt.

Á súfistanum M&M


Bárður á Mokka


Á Mokka


Á súfistanum M&M


Hér eru svo tvær myndir úr daglega lífinu :)

Björk býfluga og Tómas tómatur


Með salatið á leið í bæinn

mánudagur, 2. júlí 2012

Alvarleg portrett á Hamingjudögum

Hér koma myndirnar sem ég gerði á Hamingjudögum á Hólmavik 2012 nú um helgina.
Ætlaði að gera vatnslitaportrettmyndir í þetta sinn og Björk reið á vaðið og þá þóttist ég vera tilbúinn í tuskið.
En þegar allt kom til alls vildu allir fá gamla góða krítarteikningu eins og síðustu ár. Kannski Björk hafi verið einum of ógnvænleg um augun á vatnslitamyndinni ;)

Hækkaði verðið upp í heilar 1500 kr - þannig gat ég verið að stanslaust án þess að fólk væri að velta fyrir sér hvort það hefði efni á þessum óþarfa.

Ég er bara sáttur við myndirnar - allar eru þær þrusu líkar fyrirmyndinni, (nema þá Gústi,  þ.s. ég ýkti ekki rétt einkenni).  Sérstaklega var gaman að teikna síðustu tvær myndirnar - mikil fegurð þar á ferð.
.

Mín hugrakka Björk








Takk fyrir mig kæru Hólmvíkingar og gestir!