þriðjudagur, 30. desember 2008

Klara situr fyrir.

Klara á Mokka

Náði ekki alveg að lenda þessari mynd af Klöru Arnalds á Mokka.
Hefði átt að vera meira afslappaður, en samt var svaka gaman!



Bárður á Mokka í gær - ferleg mynd Úff!

Doddi á Mokka um daginn - teiknar kreppucomix

þriðjudagur, 23. desember 2008

Jólamynd af Ingibjörgu

Ingibjörg á Mokka

Ingibjörg Elsa Turchi sat hin kátasta fyrir á Mokka innan um yfirþyrmandi skötuilminn.
(Olíukrít og kaffi)

fimmtudagur, 18. desember 2008

Jólamynd af Kötu

Kata á Mokka

Katrín Halldóra Sigurðardóttir geislaði sem endra nær á Mokka áðan (Olíukrít og kaffi).

þriðjudagur, 16. desember 2008

Jólamynd af Helgu

Helga Lucie

Helga Lucie Andree sat kyrr (!) fyrir á Mokka áðan (Olíukrít og kaffi).

sunnudagur, 14. desember 2008

Satyr og Shrek!

Barði og Sveinn

Barði og Sveinn eru alltaf hressir með myndirnar hversu kvikindislegar sem þær á endanum verða...

föstudagur, 12. desember 2008

Mokkasýning

Barði og Sveinn

Þrosteinn Davíðsson sem nú sýnir sterkar teikningar og Mokka.
"Fínlegar línur í andliti" sagði Klara Arnalds

fimmtudagur, 11. desember 2008

Skissa

Mokka

Frá Mokka í gær

miðvikudagur, 10. desember 2008

Rakatungtungrakatunggungrung

Mokka

Skotist í Kaffi hinumegin við götuna

Hef mátulega mikið á hornum mér. Rífst við lífeyrissjóði sem leggja dráttarvexti sem nema 1/4 af sparnaði mínum. Ekki bætist hann við sparnaðinn, heldur fer til þeirra sem eiga sjóðinn. Er þetta sjálfsagt mál? Bara þetta atriði sýnir að kerfið er ekki að vinna í þágu þjóðfélagsþegna. Jóni Steinssyni tókst að orða það svo skýrt - stétt auðmanna varð til með því að seilast inn í sjóði almennings og auka þannig verðmæti eigin fyrirtækja. Hann varaði einnig við: “Hættan er sú að við vöknum upp við það eftir tvö til þrjú ár að eignir bankanna hafa rýrnað, um segjum 20%, sem eru 600 milljarðar króna eða 15 sjúkrahús, og skuldir ríkissjóðs orðnar 150% af landsframleiðslu, og allt fólkið sem hefur verið efnað á Íslandi gegnum tíðina, en er í dag gjaldþrota, er með undraskömmum hætti orðið efnað á ný. Við bara megum ekki láta þetta gerast.” Sjá nánar hér.

Þetta er að gerast núna (sjá hér) og það verður ekki horft framhjá þessu lengur.
Það er ekki bara Eiríki sem líður svona!.
Já... svo féll ég algerlega fyrir þessu.

laugardagur, 6. desember 2008

Sátu eftir á Mokka kl. 15:00 á laugardegi!



Sváfnir

Sverrir Agnarsson

Hinir ódauðlegu...

Doddi og Ásgeir

Doddi og Ásgeir á Mokka í fyrradag.

fimmtudagur, 4. desember 2008

A semi silhouette...

Lísa

.. of Lísa Ólafs in Mokka

sunnudagur, 30. nóvember 2008

Kreppudútl

Mokka
Mokka
Mokka
Mokka
Mokka
Doddi

Doddi á Mokka



Eyrún á Kaffitári

Vinkonur á Mokka



Bjarni á Mokka

Bárður á Mokka"


Fríða
Fríða á Mokka


Mér tókst að koma einhverju á blað í nóvember, miðað við allt, en það er slappt - ég veit það. Langaði ekkert að láta neitt frá mér, en geri það fyrir Janick. Þessa dagana hugsa ég annaðhvort um byltingu eða spillingu. Í spillingunni vafra ég um, varla hálfur maður, og kæri mig ekki um að vera íslendingur og beita mér í þessu samfélagi. En gleymum okkur um stund við spennandi verkefni. Enn er von.

laugardagur, 8. nóvember 2008

Huggun mín

Ragnar

Breytist eitthvað Ragnar? Nei, ekkert breytist Tómas - við erum á Íslandi


Bjarni Bernharður og Fríða
Bjarni Bernharður og Fríða eiga saman vandað spjall


Karí á Mokka
Skrítin mynd af Karí á Mokka


Mokka
Vinkonur á Mokka

Ég hef upplifað margt fínt síðustu daga.
Yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar í listasafni ASÍ er ÓTRÚLEG! Ekki missa af henni. Svo fór ég á "Óð Eilífðar" í Iðnó síðasta fimmtudag en þá voru 10 ár frá andláti Þorgeirs Kjartanssonar og m.a. flutt verk við ljóð Þorgeirs eftir Hörð Bragason og flutt "Veðraspá" - ljóðabálkur í mögnuðum músíkgjörningi. Þetta er það sem skiptir máli núna - svona hlutir - alvöru dót! Ég hef jafnvel ekki mátt vera að því að hugsa um hvort ég muni eiga fyrir næstu afborgun um mánaðarmótin enda til hvers? Nú er verið að hagræða bönkunum eftir höfði spillingaraflanna. Hversvegna á ég að borga þessu þýði eitt eða neitt? Hversvegna ætti maður almennt að setja fé í geymslu hjá stofnun þar sem maður hefur ekkert um það að segja hvað gert er við peningana. "Vertu bara ánægður með ávöxtunina góði minn - vertu eigingjarn eins og við öll". Þannig elur þetta kerfi á yfirgangi og græðgi og þegar vextir eru 18% þá er lögmál frumskógarins sem aldrei fyrr. Nei það er ekki rétt hjá mér, því í frumskóginum ríkir þó stórbrotið jafnvægi. Þurfum bara enn einu sinni að horfa til náttúrunnar og byggja þetta einhvernveginn upp allt öðruvísi. TRIODOS heitir banki í Evrópu sem hefur ekkert fundið fyrir bankakreppunni enda rekinn á allt öðrum forsendum. Ávöxtun er hógvær og bankaumsvif með allt öðrum hætti; innistæðueigandinn sjálfur ákveður hvaða starfsemi atvinnu/þróun/félagasamtök/velferðarmál osfrv, peningar hans renna í. Mér skilst að nú séu margir í Evrópu að fara yfir til Triodos og eitthvað eru þeir að horfa til Íslands með að stofna útibú.

Í dagblaðinu NEI. í dag er stórkostleg grein efir Þórunni Vald sem er mikil sálubót að lesa.
Já- svo birtist mynd af mér fyrir slysni í sænska ELLE - sjá hér... á undan Helgu Lucie :)) Maður er svo spontan!

Planið í dag: Mótmæla og teikna, mótmæla og teikna, mótmæla og teikna og svo vinna smá.

mánudagur, 27. október 2008

Gæti öskrað en kýs að teikna.

Einar Steinn

Einar Steinn fór með gullkorn úr Lukku Láka (ísl) á Mokka í dag.
(Pétur og Þorsteinn frá Hamri í baksýn)

Kaffitár
Vinkonur á Kaffitári í gær

Mokka
Vinkonur á Mokka í fyrradag

föstudagur, 24. október 2008

Eitthvað fyrir sálina...

Kaffitár

Lifandi eistnesk stúlka á Kaffitári!

Mokka
Á Mokka með langan handlegg.

Bretar gátu beitt hryðjuverkalögum til að vernda þjóðfélagsþegna sína, en hvar eru neyðarlögin hjá íslenska ríkinu til að t.d. kyrrsetja eignir þeirra íslensku glæpamanna sem rændu þjóðina? Sjá Dagblaðið Nei nú í morgun.

Ef einhver vill gleyma sér þá mæli ég með fyrsta laginu í Óskastund Gerðar G. Bjarklind nú í morgun. Enginn syngur þetta eins vel og hún mamma mín.

sunnudagur, 19. október 2008

Hvað gerðist?

Gullkálfur

Gullkálfurinn

Hvernig er þá best að hafa þetta allt saman?
Eins og ég man eftir mér á sjöunda áratugnum þegar Reykjavík var vinaleg og Ellý Vilhljálms hljómaði í útvarpinu - ég finn ennþá sólarljósið sem skein á mig þegar ég var að teikna á gólfinu og heyrði Penny Lane í fyrsta skipti. Allt sveipað æskuljóma auðvitað, en einhvern veginn er ég ekki frá því að þá hafi verið jafnvægi, heilbrigð gildi og gott mannlíf.

Hvað gefur lífinu gildi?
Þessar tvær konur teiknaði ég júli 2005,

Mokka
og í gær komu þær aftur og settust í sama sætið og fengu sér aftur vöfflu.

Mokka
Ritúal.

Hvernig er hægt að syngja Caravan með aðeins einn bassagítar og söngrödd?
Eins og Andrea og Eddi Lár gerðu nú í kvöld á Rosenberg.

Andrea og Eddi Lár
Andrea og Eddi Lár

miðvikudagur, 15. október 2008

Látum það yfir okkur ganga....

Sváfnir

Sváfnir Már Líndal situr undir reiðilestri og hengir haus

Einhverntímann var sagt við mig að ég væri með allt á hornum mér og að ég teiknaði alltaf reiður, í stað þess að finna gleðina sem felst í því að skapa og njóta þess. Auðvitað nýt ég þess í botn, en ég er bara hyper krítískur. Þetta er líklegast ítalinn í mér. Hann hefur verið sofandi um nokkurt skeið, en nú sættir hann sig ekki við orðinn hlut. Ég sætti mig ekki við þennan sektardoða sem einkennir þessa þjóð, og er öskureiður. Hvort sem það leiðir til góðs eða ekki kemur í ljós.. en mönnum fannst amk myndin af Sváfni góð.

laugardagur, 11. október 2008

Góðærin gömlu góðu

Mokka

Björn Birnir og Ragnar rifja upp sögur frá síldarárunum

miðvikudagur, 8. október 2008

Lífið heldur áfram...

Miðvikudagsseminar

..hjá fræðimönnum í ReykjavíkurAkademíunni sem hlýddu á hádegiserindi
Steinunnar Kristjánsdóttur sem fjallaði um fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri..

Mokka
.. og hjá foreldrum og ungbörnum á Mokka.

þriðjudagur, 7. október 2008

Bankadrengur

Bankadrengur tjóðraður en ennþá stórhættulegur

mánudagur, 6. október 2008

Best að sleppa því.

Mokka

Dökk skissa af annars léttlyndum Mokkastúlkum

Verðbólgufen
Fastur í verðbólgufeni

laugardagur, 4. október 2008

Sjónin skýrist.



Mokka í hádeginu

"Vofa kapítalismans gengur ljósum logum"

Nú er gott að eiga góðan grænmetissjóð. Þessa þokkafullu Nantes gulrót dró ég upp úr jörðinni síðustu helgi:




Ekki nóg með að hún sé þrælgóð fyrir sjónina, heldur fær maður einnig það besta frá báðum kynjum í einum og sama rótarávextinum. Finn strax mikinn mun!