miðvikudagur, 15. október 2008

Látum það yfir okkur ganga....

Sváfnir

Sváfnir Már Líndal situr undir reiðilestri og hengir haus

Einhverntímann var sagt við mig að ég væri með allt á hornum mér og að ég teiknaði alltaf reiður, í stað þess að finna gleðina sem felst í því að skapa og njóta þess. Auðvitað nýt ég þess í botn, en ég er bara hyper krítískur. Þetta er líklegast ítalinn í mér. Hann hefur verið sofandi um nokkurt skeið, en nú sættir hann sig ekki við orðinn hlut. Ég sætti mig ekki við þennan sektardoða sem einkennir þessa þjóð, og er öskureiður. Hvort sem það leiðir til góðs eða ekki kemur í ljós.. en mönnum fannst amk myndin af Sváfni góð.

1 ummæli:

baun sagði...

flott mynd!