þriðjudagur, 30. desember 2008

Klara situr fyrir.

Klara á Mokka

Náði ekki alveg að lenda þessari mynd af Klöru Arnalds á Mokka.
Hefði átt að vera meira afslappaður, en samt var svaka gaman!Bárður á Mokka í gær - ferleg mynd Úff!

Doddi á Mokka um daginn - teiknar kreppucomix

3 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Hún er óneitanlega skuggaleg af Bárði...
Hlakka til að fylgjast með listaverkunum þínum á næsta ári, gleðilegt ár Tómas: )

klaraarnalds sagði...

þú ert miklu grimmari við karlana heldur en konurnar á myndunum þínum. Ég vil fá eina grimma mynd af mér til samanburðar, í líkingu við þær sem þú teiknar af Bárði, eða Bjarna Bernharði.... kannski verð ég samt að verða mér úti um vitsmunasvip og þankahrukkur, eða barðastóran hatt áður en ég næ þeim status...

TAP sagði...

Takk fyrir innlitið frú Sigurbjörg og ég skal gera mitt allra besta á nýju ári! Gleðilegt ár til þín og hafðu það nú fínt!

Klara - Alveg óþarfi að gera eitthvað sérstakt... ég tek bara af mér silkihanskana - yess! Sjáumst á nýju ári!