miðvikudagur, 10. desember 2008

Rakatungtungrakatunggungrung

Mokka

Skotist í Kaffi hinumegin við götuna

Hef mátulega mikið á hornum mér. Rífst við lífeyrissjóði sem leggja dráttarvexti sem nema 1/4 af sparnaði mínum. Ekki bætist hann við sparnaðinn, heldur fer til þeirra sem eiga sjóðinn. Er þetta sjálfsagt mál? Bara þetta atriði sýnir að kerfið er ekki að vinna í þágu þjóðfélagsþegna. Jóni Steinssyni tókst að orða það svo skýrt - stétt auðmanna varð til með því að seilast inn í sjóði almennings og auka þannig verðmæti eigin fyrirtækja. Hann varaði einnig við: “Hættan er sú að við vöknum upp við það eftir tvö til þrjú ár að eignir bankanna hafa rýrnað, um segjum 20%, sem eru 600 milljarðar króna eða 15 sjúkrahús, og skuldir ríkissjóðs orðnar 150% af landsframleiðslu, og allt fólkið sem hefur verið efnað á Íslandi gegnum tíðina, en er í dag gjaldþrota, er með undraskömmum hætti orðið efnað á ný. Við bara megum ekki láta þetta gerast.” Sjá nánar hér.

Þetta er að gerast núna (sjá hér) og það verður ekki horft framhjá þessu lengur.
Það er ekki bara Eiríki sem líður svona!.
Já... svo féll ég algerlega fyrir þessu.

3 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Oh hvað ég er sammála þér um frumskógar-trommuna!

Bastarður Víkinga sagði...

Rosa góðir litir í myndinni. Og ég fatta undir eins hver þetter, þó ekki sjáist í andlit, svoneretta íkonísk.

Nafnlaus sagði...

Þú verður að koma þér upp þínu eigin Ponzi scheme :)