laugardagur, 8. nóvember 2008

Huggun mín

Ragnar

Breytist eitthvað Ragnar? Nei, ekkert breytist Tómas - við erum á Íslandi


Bjarni Bernharður og Fríða
Bjarni Bernharður og Fríða eiga saman vandað spjall


Karí á Mokka
Skrítin mynd af Karí á Mokka


Mokka
Vinkonur á Mokka

Ég hef upplifað margt fínt síðustu daga.
Yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar í listasafni ASÍ er ÓTRÚLEG! Ekki missa af henni. Svo fór ég á "Óð Eilífðar" í Iðnó síðasta fimmtudag en þá voru 10 ár frá andláti Þorgeirs Kjartanssonar og m.a. flutt verk við ljóð Þorgeirs eftir Hörð Bragason og flutt "Veðraspá" - ljóðabálkur í mögnuðum músíkgjörningi. Þetta er það sem skiptir máli núna - svona hlutir - alvöru dót! Ég hef jafnvel ekki mátt vera að því að hugsa um hvort ég muni eiga fyrir næstu afborgun um mánaðarmótin enda til hvers? Nú er verið að hagræða bönkunum eftir höfði spillingaraflanna. Hversvegna á ég að borga þessu þýði eitt eða neitt? Hversvegna ætti maður almennt að setja fé í geymslu hjá stofnun þar sem maður hefur ekkert um það að segja hvað gert er við peningana. "Vertu bara ánægður með ávöxtunina góði minn - vertu eigingjarn eins og við öll". Þannig elur þetta kerfi á yfirgangi og græðgi og þegar vextir eru 18% þá er lögmál frumskógarins sem aldrei fyrr. Nei það er ekki rétt hjá mér, því í frumskóginum ríkir þó stórbrotið jafnvægi. Þurfum bara enn einu sinni að horfa til náttúrunnar og byggja þetta einhvernveginn upp allt öðruvísi. TRIODOS heitir banki í Evrópu sem hefur ekkert fundið fyrir bankakreppunni enda rekinn á allt öðrum forsendum. Ávöxtun er hógvær og bankaumsvif með allt öðrum hætti; innistæðueigandinn sjálfur ákveður hvaða starfsemi atvinnu/þróun/félagasamtök/velferðarmál osfrv, peningar hans renna í. Mér skilst að nú séu margir í Evrópu að fara yfir til Triodos og eitthvað eru þeir að horfa til Íslands með að stofna útibú.

Í dagblaðinu NEI. í dag er stórkostleg grein efir Þórunni Vald sem er mikil sálubót að lesa.
Já- svo birtist mynd af mér fyrir slysni í sænska ELLE - sjá hér... á undan Helgu Lucie :)) Maður er svo spontan!

Planið í dag: Mótmæla og teikna, mótmæla og teikna, mótmæla og teikna og svo vinna smá.

1 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Reffilegur ertu í lopapeysu í ELLE!