mánudagur, 23. júlí 2007

Kátir dagar

Bárður bauðst til að keyra mig til Þórshafnar á Langanesi, með viðkomu í Flateyjardal og Bárðardal þar sem hann ætlaði að egna fyrir fisk. Þetta var fín ferð þó að enginn fengist fiskurinn. Það er aldeilis fallegt í Bárðardal, og magnað að sjá Svartá renna út í jökulfljótið hvíta.
Fyrsta skissan er af fjallinu og vatninu í Svartárkoti, en Tryggvi bóndi var að vitja um netin. Þarna var einstök birta. Fengum svo sitthvora bleikjuna úr vatninu í soðið.Á Þórshöfn gerði ég þessar tvær skissur fyrsta kvöldið,

      


og næsta morgun hófst svo útimarkaður fjölskylduhátíðarinnar "Kátir dagar" sem stóð þar yfir og hellti ég mér út í portrett myndirnar. Það var frábært veður, og stanslaust teiknað í 6 klst. Hér er sýnishorn af þessum kitch portrett myndum sem ég geri og allir elska!


Svona mynd dútla ég mér við í 30-45 min.

Svo var slappað af næsta dag, farið niður i fjöru og þar hreppti 'Hafdís' hafmey verðlaun sem fallegasta sandlistaverkið. Annars átti Móey dóttir Rúnars allan heiðurinn að verkinu - við Jonni vorum bara vinnumennirnir.

Hafdís strönduð í flæðarmálinu

Móey Rúnarsdóttir sigurviss

Frábært að vera þarna úti á langanesi. Allt annað tempó og allir svo vingjarnlegir, heilsast úti á götu og lengi spjallað. Þórshafnarbúar setja markið hátt - stefna að því að gera bæinn sinn stöndugan og fjölskylduvænan án þess að stóla á túrismann. Mér sýnist það ganga bara sérdeilis vel. Svo verða ferðamenn bara auka bónus. Þarna er líka hægt að kaupa fínt hús á milljón eða minna. Sjáum til. Vona bara að ég komist á "Káta daga" að ári.

Nú er maður kominn aftur í "borg óttans" eða Reykjavíti eins og þeir Þórshafnarbúar kalla þetta stressbæli. Ég er ánægður með ferðina - engar vatnslitamyndir að vísu, en þær koma seinna. Held ennþá í kyrrðina úr sveitinni, og Reykjavík er sjarmerandi sem stendur...

Engin ummæli: