Ort á Mokka
Héðinn yrkir á Mokka
Brýnir, rýnir, bregður stíl,
brúnum þungum skartar.
Er í hundrað orða hugarvíl
hæðist, rægir, kvartar.
Þá!
Ein stuna fann í frumu líf
þá flótti rann á kör og kíf.
Andinn kveikti æði í dreyra
orðin runnu í innsta eyra,
eftir það varð ekkert fleira
áhugavert að heyra.
Héðinn Unnsteinsson
9/7 '07 AD
Héðinn samdi þetta ljóð eftir að hafa séð myndina í smíðum , sem er af honum að semja ljóðið sem hann byrjaði á eftir að hann sá myndina osfrv..
1 ummæli:
Gaman að skoða, kíki reglulega á síðuna.
Kv
Finnbogi
Skrifa ummæli