Að njóta sín.
Haukur Már teiknar close-up til að gera senuna áhrifameiri.
Alveg frábær dagur. Mikið hangs en samt miklu áorkað. Óli færði mér bókargjöf - "Sunnan við mærin, vestur af sól" - Haruki Murakami. Sagði að ég mundi elska hana. Hlakka til að lesa á eftir. Hitti einnig Bjarna Júlíusson og var spáð í fljótlegustu leiðina til að bjarga heiminum. Svo bara frí út í eitt út um allt! Jú reyndar með smá hléum til að pæla í forritun á atburðarstýrðri hljóðeiningu.
Nú í kvöld sátum við Haukur fyrir utan Hljómalind, og hann teiknaði storyboard á meðan ég teiknaði hann. Mínar bestu stundir.
Hér er svo mynd gerð á hundrað af Sigga ljósmyndara í gær að ganga frá kamerunni á Mokka. Held ég hafi bara náð honum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli