laugardagur, 30. júní 2007

Skák, skvísur, sól og kaffihús!


"Skak, skvisur, sol og kaffihus?"
Ekki hægt að hafna svona boði og sendi ég því "Já!" sms umsvifalaust. Held mér hafi farið mikið fram í skákinni, bara við það að stunda hana einungis þegar löngunin er fyrir hendi! Gæðin aukast við niðurskurð og nægjusemi. Við Grímur höfum teflt þrisvar í sumar og er heildarstaðan 9 - 8 honum í vil, eftir að ég vann 4.5 - 1.5 í gær.
Grímur bar fyrir sig allskonar afsakanir en sú lélegasta var að ég hafi teiknað svo ljóta mynd af sér síðast. Næsta afsökun voru náttúrulega allar skvísurnar sem drógu úr einbeitingunni. Virkar öfugt á mig - tefli bara enn betur með fallegum konum allt í kring. Svo til að bæta fyrir gerði ég þessa mynd af Grími sem hann var bara ánægður með. Taflmennirnir eru ágætir...

Fékk sms rétt í þessu -"Thorirdur ad mæta a thorvaldsen?"!!

Engin ummæli: