þriðjudagur, 5. júní 2007

Stefnt í rétta átt


Stelst niður í bæ á kaffihús þrátt fyrir króníska hálsbólgu og hita. Þess á milli keppist ég við að klára vefsíður, en ekki sér fyrir endann á því - alltaf bætist í hópinn. Langar hinsvegar að beita mér í þremur nýjum verkefnum sem öll krefjast sömu grunneiningarinnar og þarf ég nú að taka til hendinni. Hangsið á kaffihúsunum er nauðsynleg næring til að geta hellt sér út í slíka hightech þróun. Annars drukknar maður í tæknilegum skilgreiningum og missir vitið.

Palli í sveitinni
Því voru þetta kærkomin augnablik að fá að teikna þessar stúlkur, á Mokka í gær (hér að ofan) og á Kaffitári í morgun (hér að neðan).
Bíð með drauma um hús í sveit þar sem skordýraháfi er veifað á daginn, sóttir tómatar úr drifhúsi og salat fyrir kvöldverð. Sest svo við teiknimyndagerð um strákinn Palla (sem býr í sveitasælu á ofanverðri 18 öld og kann sko öll gömlu handtökin) þartil ég er búinn með 10s og sofna þá útfrá snarkinu í arninum.
"Ég kraup við lækinn og drakk úr hendi þér. Það var mín veröld, fyrst þegar ég man eftir mér..."    Ólöf Arnalds


      

Engin ummæli: