föstudagur, 1. júní 2007

Stútfullir öskubakkar

Testellið á Mokka


Drekk bara te en gengur ekkert að losna við þessa flensu. Ég sem verð aldrei veikur, en nú gafst ég upp fyrir bakteríunni. Hún gefur mér þessa fínu bassarödd sem hentar vel fyrir lög eins og "Nótt" eða "Kirkjuhvoll". Kannski ég sé bara að fara loksins í mútur!

En þar sem tíðin er svo stórkostleg er ég ekkert að hlífa mér. Skrapp í gærkvöldi með Svenna á pöbbarölt til að upplifa þessa sögulegu stund reykbannsins. Í bænum var stemmning eins og á nýársnótt. Ég hélt sönsum eins og venjulega og enduðum við á Næstabar, þar sem við hittum Jeff sem er að rannsaka fornbókmenntir og var spjallað um sérkenni íslendingasagnanna, rafbækur, velt vöngum yfir því af hverju eru engar bókamessur á Íslandi, og einnig var lesið upp úr Æskunni. Að lokum grýttum við öskubökkum og sprautuðum úr vatnsbyssum!

Sveinn og Hermann á Næstabar

Engin ummæli: