Stútfullir öskubakkar
Testellið á Mokka
En þar sem tíðin er svo stórkostleg er ég ekkert að hlífa mér. Skrapp í gærkvöldi með Svenna á pöbbarölt til að upplifa þessa sögulegu stund reykbannsins. Í bænum var stemmning eins og á nýársnótt. Ég hélt sönsum eins og venjulega og enduðum við á Næstabar, þar sem við hittum Jeff sem er að rannsaka fornbókmenntir og var spjallað um sérkenni íslendingasagnanna, rafbækur, velt vöngum yfir því af hverju eru engar bókamessur á Íslandi, og einnig var lesið upp úr Æskunni. Að lokum grýttum við öskubökkum og sprautuðum úr vatnsbyssum!
Sveinn og Hermann á Næstabar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli