föstudagur, 22. júní 2007

Björk á mokka


Björk er ekki hún sjálf á þessarri mynd. Kannski var ég ekki alveg í sambandi, því á meðan ég teiknaði las hún fyrir mig upp úr Mogganum allan þann álvers-ófögnuð sem áróðursritið dembir á okkur í dag. Almannatengslafyrirtækið vinnur sína vinnu vel um þessar mundir, en því miður get ég ekki haft samúð með þessum vélmennum frá Alcan. Það er vælt á annan bóginn og svo barið sér á brjóst á hinn. Ég hef ekki þann 'þroska´ til að vera umburðarlyndur gagnvart allri þeirri fyrirhugaðri eyðileggingu sem þetta pakk stendur fyrir, en nóg um það hér. Þetta er lítið sætt teikniblogg og vill ekkert vita af slíku.

Læt einnig fylgja með mynd sem ég gerði á fyrirlestri Daníels Tammet og Ólafs Stefánssonar í gær sem var mjög skemmtilegur, en Ólafi kynntist ég nýverið - auðvitað gegnum teikningarnar. Myndin er af glæsilegri eldri konu, sem ég afskræmi eins og mér er gjart að gera, ekki af neinni illkvittni, heldur í leit að hinu óvænta og furðulega.

Engin ummæli: