mánudagur, 11. júní 2007

Broccolí og swiss-chard

Amma og Gabríel setja skít í holurnar.
Broccolí komið niður í eitt beð. Swiss-chard fær einnig sitt beð.

Við Gabríel fórum upp í sveit um helgina og milli þess að borða afmælisköku og vöfflur með maple sírópi og smjéri, gróðursettum við plöntur í matjurtagarðinn. Það er ekkert eins yndislegt og sitja á hækjum sér og blanda húsdýraáburði og mold saman og koma síðan plöntunni fyrir í þennan frjósama jarðveg. Spyr mig oft að því hvað í andskotanum ég er að hanga í þessu stressbæli RVK þegar ég gæti verið í þessarri paradís. En ss ég er kominn aftur í bæinn, að sinni.

Perla og Selma.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ahh... Tókstu mynd =O!Pfth =(
en annars =D
alló