Þeir litir ljóss og skugga sem maður kýs að draga fram, þó ónákvæmt sé, er sú mynd sem maður sér af manneskjunni og þykist þekkja innra með sér. Getur maður talið sig þekkja einhverja manneskju bara við það að horfa á hana, eða eftir að hafa lesið bloggsíður hennar eða hlustað á hana í útvarpi? Maður leyfir sér að endurskapa þessa fyrirmynd mest útfrá eigin forsendum enda enginn annar sem getur lagt manni lið nema þá fyrirmyndin sjálf. En ekki er allt sem sýnist. Því í gegnum þá aðgerð sem felur í sér einlæga viðleitni til að skynja og skilja - fæst það sem leitað er að.
Ótrúlega sniðugur eiginleiki þessarar tilveru!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli