sunnudagur, 25. febrúar 2007

Spara blöðin...

Þessa mynd gerði ég 11. nóvember 2006 á tónleikum Egils Ólafssonar í tilefni útgáfu disksins Miskunn Dalfiska. (Ein af þessum myrkraverkum!) Var að ramma hana inn fyrir hann, en komst að því mér til mikils hryllings að aftaná sitthvorri síðunni eru þessar tvær myndir hér að neðan sem hafa mikla tilfinningalega þýðingu fyrir mig!

      

Hérmeð eru þær gerðar ódauðlegar í stafrænu himnaríki. Svona hefnist manni fyrir að spara pappír... þegar skissubókin kostar heilar ISK 200 í Tiger! Ansinn! Hvernig væri nú að fara að mála stórar myndir í olíu og hætta þessarri naumhyggju og dútli! Nei nei, bara að jóka :o)

2 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Þessar tvær blaðsíður er augljóslega haldnar einhverri kynngimagnaðri náttúru, því allar myndirnar þrjár eru sérstaklega vel heppnaðar.

TAP sagði...

Takk fyrir það! Já, ég ætla að ramma þetta inn með gleri báðu megin. Egill verður bara gjérasvovel að hengja myndina í lausu lofti þannig að hægt sé að labba í kringum hana og virða fyrir sér alla dýrðina :))