föstudagur, 2. mars 2007

Heimspekingar í marz


Þessir tveir heiðursmenn voru í hressari kantinum á Mokka eins og sjá má. Hörður fór um víðan völl eins og honum er lagið - Söngur villiandarinnar, aldur og uppruni alheimsins, framsóknarflokkinn, sjúkdómar og lyf var m.a. það sem bar á góma. Bjarni var einstaklega smart í tauinu; litasjatteringar frá ljósbrúnu yfir í vínrautt gegnum græna tóna. Já við furðufuglarnir þurfum ekkert að læðast meðfram veggjum.

Annars er framundan helgi upp í sveit. Tvær vikur liðnar og við feðgarnir hittumst á ný á morgun. Haukur Már farinn til Berlínar en kemur aftur með Zizek seinni hluta marz mánaðar rétt á eftir Alexei Monroe sem verður í RA 22. marz, Adrienne að koma að norðan á morgun, Unnur María að gifta sig í þessum skrifuðu orðum og veizlan í RA í kvöld.
Ég þarf að halda höfði, má ekki missa fókus, verð að vera eins og brjálaður fransmaður sem veit að helsta dyggðin er skilvirkni. Get ekki verið skáldlegur núna (!) því ég er í lógískum fasa. Reyni að láta myndirnar segja annað...

Engin ummæli: