Þó þessar tvær myndir nái engan veginn að vera líkar þeim manneskjum sem þær eru af, þannig að þær þekkist, þá ná þær samt stemmningu augnabliksins og þar með kannski meira af manneskjunni heldur en ef einungis hefði náðst svipur. Myndin af Gabríel var gerð á tveimur mínútum rétt áður en við fórum í göngutúr upp í sveit í gær. Hann hætti að geibbla munninn í nokkrar sekúndur og ég náði honum! Mynd af stoltum syni eftir stoltan pabba. Hin er Ólöf að vinna á Tárinu í morgun. Tókst ekki að klára hana, trefillinn var skrautlegur og hefði gert mikið, og einnig hefði ég viljað klára fótlegginn betur. Samt ánægður. Tvær myndir gerðar af réttri motívasjón - hrifningu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli