Skilyrðing bankanna
Er að skoða möguleika á evruláni til að losna við helstu skuldir, svo sem yfirdrátt og skattaskuld sem er hvortveggja á bullandi vöxtum. Held að það sé sniðugt að taka lán í erlendri mynt, óverðtryggt og losna þannig við að borga vaxtabætur sem bankarnir lifa á. Er maður þá kannski að grafa undan lífeyrissjóðakerfinu íslenska - að það hrynji bara til grunna ef vaxtabæturnar hverfa? Ekki að ég skilji þetta baun! En, finnst eitthvað undarlegt þegar maður hefur alla sína hunds og kattar tíð, legið með peningana meira eða minna í sama bankanum honum til ráðstöfunar, þá sé maður tilneyddur til að setja heimilið sitt að veði til að fá pínu ponsulítið lán. Svo þegar borið er saman óverðtryggt lán sem tekið er í erlendri mynt og svo lán í íslenskum krónum með verðtryggingu þá bara dettur andlitið af manni. Hvernig er hægt að blekkja þjóðina svona, ... eða eru allir að átta sig. Já það er líklega þetta sem evru umræðan snýst um!
Um þessar mundir er ég mikið að spá í framtíð fyrirtækisins míns. Hingað til hef ég ekkert verið að presentera það sérstaklega - menn hafa leitað til mín með verkefni, en nú er ég í stakk búinn til að bjóða lausnir að fyrra bragði, og er að spá í hvernig best er að stilla þessu upp - kynna það sem maður hefur fram að færa - bjóða heiminum inn.
Gengur vel í tækniþróun, (og því er engin spennandi mynd um þessar mundir - tæknikallinn er svo andlaus á þessu sviði). Tókst að búa til ansi góða magnararás fyrir lágspennu. Get núna lesið beint af vogarsellum og þrýstinemum td. nema með 50mV útslagi. Gott að þetta er komið - mikilvæg eining til að fullkomna vaktaralínuna.
Já, þessi mynd... vildi bara setja eitthvað, en stundum er það jafnvel verra! Því hún er algert rusl, handónýt myndbygging og hvorki fugl né fiskur. En set hana samt, því hún heitir Afurð geysimikillar ómeðvitaðrar skilyrðingar (á ensku Product of severe unconcious conditioning).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli