fimmtudagur, 8. febrúar 2007

Næring dagsins

Í allri þessarri umræðu um kynferðislega misnotkun, andlega kúgun og annað sem er svo gaman að velta sér upp úr, hjólaði ég upp á fjögur ungmenni í Austurstræti með skilti sem á stóð "HUG ME!" stórum litríkum stöfum. Stoppaði eins og í leiðslu og að mér vatt sér þessi unga kona. "Come and get it!" var kallað til mín, og við bara föðmuðumst. Hjólaði svo af stað með nýja von í brjósti, á meðan grár massinn leið framhjá, heltekinn af nýjustu fréttum af Breiðavík.

Sat frábæran fyrirlestur Stefáns Pálssonar í ReykjavíkurAkademíunni á vegum Hagþenkis um fræðirit og stöðu þeirra í gærkvöldi. Stefán var fyndinn og frjór og fór á kostum. Þetta símadútl var til á fyrirlestrinum... æfingar sem leiða vonandi einhverntímann til animation sem verður öll í slíkum fantasíuheimi.

Annars er framundan markviss vinnutörn næstu þrjú árin, þar sem ekki má slá slöku við. Þarf ekki að óttast meðan draumaveröldin er innan seilingar og jafnvel útbreiddur faðmur á næsta götuhorni...

Engin ummæli: