Deginum reddað
Já, erfiður dagur. Reyndi allt til að fá andlega næringu, því það var viðbúið að tölvuvesen yrði yfirþyrmandi í verkefni sem ég hef tekið að mér, og sú var heldur betur raunin. Ekkert er eins leiðinlegt og að glíma við illa hannaðan hugbúnað og reyna að fá hann til að virka (nb ekki eigin hugbúnaður!), þar sem vandamálið snýst um hvað er að blokkera netskeyti - af hverju virkar þetta ekki á server, en keyrir fínt á annarri vél - af hverju virkar það ekki sem service osfrv osfrv. Og maður freistast til að halda að hægt sé að nota lógískt innsæi í svona málum þegar þetta er bara lásí böggur! Þá er bara að sætta sig við málamiðlun; lausn sem lætur þetta ganga einhvernveginn, en langt frá því að vera eins og maður vildi. Held að 90% af tölvumönnum glími við svona vandamál á hverjum degi.
En svona vitleysa er ekki fyrir mig. Þessvegna þurfti ég að ramma inn þessa raun, annarsvegar með lítilli skissu á kaffitári snemma í morgun, og svo kvöldstemmningu á Hljómalind nú fyrr í kvöld.
Ennfremur fór ég að sjá Little Children með Hauki Má áðan. Myndin byrjaði svo vel og var svo áhugaverð framan af, en svo tók handritið allt í einu stórskrítna U-beyju þs reynt var að taka þræðina alla saman í einhverja fyrirsjáanlega lausn! Það var svo mikill óþarfi og gekk hreinlega að myndinni dauðri. Samt mjög gaman og þess virði að sjá hana!
Þarmeð var deginu reddað og ég lifði af.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli