föstudagur, 16. febrúar 2007

Hendrix og blús við kertaljós

Og áfram held ég að teikna myndir í myrkri! ...að þessu sinni alveg dauðþreyttur. Hef undanfarna daga verið að stússast í tölvutæknimálum varðandi bridge hátíð (Icelandair Open), mikið stress en ansi gaman. Vildi samt ekki missa af Dóra og Bjössa í Domo nú í kvöld. Laumaðist því burt eftir að mótið var sett og kreisti fram síðustu einbeitinguna í þessa misheppnuðu mynd. Því miður- því Björn Thoroddsen er í raun svo létt að ná, með sín frábæru karaktereinkenni! En allt kom fyrir ekki. Svo vantar bæði Jón Góða og Dóra á myndina! Æ.

Engin ummæli: