mánudagur, 14. janúar 2008

Frelsi

Alveg að drukkna í verkefnum, en get ekki drifið af eitt einasta þeirra! Þetta þarf allt að malla hjá manni eins og þörf krefur, og því þýðir ekkert að reyna að pína fram einhverja vanhugsaða niðurstöðu. Þekki þetta ferli orðið nokkuð vel, en verð samt alltaf smá kvíðinn um að nú sé allt að hrynja til grunna. Í þetta skiptið hef ég kannski færst of mikið í fang. Samt tókst mér í gærkvöldi að gleyma þessum skyldum og njóta með góðum vinum, og í dag gerði ég bara fínar myndir á Mokka.

Ketill


Á Mokka


Svo eru hér tvær myndir frá því í síðustu viku.

Á að vera Kristín Anna en kannski líkara mömmunni í Forbrydelsen :)!


Á Mokka


Að lokum svo smá myndskeið sem vert er að skoða ef fólk nennir. Ken Robinson fjallar um framtíð menntunar. Svolítið merkilegri og brýnni áherzlur en Hjallastefnan að mínu mati.

Engin ummæli: