sunnudagur, 30. september 2007

Sunnudagseftirmiðdagur

Þó ég sé alfarið hættur að drekka kaffi og fæ mér eingöngu grænt te (Japanskt Bancha er best) þá fékk ég að stelast í smá dreitil úr kaffivélinni þegar ég sá þetta mótíf. Notaðist samt mest við litla vatnslitaboxið.

fimmtudagur, 27. september 2007

Tvær myndir á tárinu í morgun


Það kemur ekki alveg nógu vel fram á myndinni hversu hressir þessir tveir bræður voru. Móðir þeirra kunni þó tökin á þeim, og tókst að fá þá í ró nokkrum sinnum m.a. með fallegum söng. Þrátt fyrir að brotinn hafi verið diskur og ristuðu brauði þeytt út um allt fá bræðurnir vonandi aftur að kíkja á Kaffitár.

Svo mætti picasso stúlkan. Hún hefur aðdráttarafl á við wild wild horses...

mánudagur, 24. september 2007

Systur á Kaffitári.


Þessi námsmær sat á Kaffitári áðan og lét ekkert trufla sig við lestur (heimspeki?). Svo kom systir hennar sem ég teiknaði á tárinu fyrir þremur árum síðan. Hér er sú mynd, þ.s. hún les þunga eðlis- eða stærðfræðiskruddu.

laugardagur, 22. september 2007

Ingunn Snædal (til hægri) og vinkona á Mokka

Þúsundþjalasmiðurinn og vinur minn Hjálmar selur málverkin sín og heimasmíðaða burstabæi og kirkjur í kolaportinu. Í hans naiviska málverki er oft mjög sterk og spennandi myndbygging, en málverkið sem ég féll fyrir var sæt mynd þar sem Dyrfjöllin eru eins og draumaveröld. Dásamlegt.

fimmtudagur, 20. september 2007

Skissur í gær og í dagÁstfangnir unglingar í strætó í gær

Á Kaffitári

Vinkonur á Kaffitári

mánudagur, 17. september 2007

Fastagestir í hádeginu á Mokka

laugardagur, 15. september 2007Egill tekur niður gleraugun og spilar alvöru franska kvikmyndatónlist

Kiddi á Kaffitári með dóttur sinni

fimmtudagur, 13. september 2007

Haustlaufin

Reynir á Mokka

Þessi grein af reynir var á skólavörðustígnum. Allt í einu er haustið komið og strekkingsvindar blása. Haustlaufin hverfa snöggt.

Kannski tekst mér að hrinda í framkvæmd lítilli hugmynd að animation sem ég er búinn að ganga með í maganum í nær tíu ár - um litla stúlku sem feykist upp í loftið með laufblaði og lendir í stuttu ævintýri í háloftunum, þartil byrjar að rigna og hún rennir sér niður regnboga og lendir í drullupolli fyrir framan húsið sitt.
Til þess að gera þessa mynd þarf ég mörg laufblöð í öllum litum, en fyrr en varir eru þau fokin út í veður og vind... eins og stúlkan!


þriðjudagur, 11. september 2007

Í strætó

mánudagur, 10. september 2007

Ölstofan


Í kvöld á ljóslausri fámennri krá, og hélt á tímabili að ég væri orðinn Degas! Að minnsta kosti var ég að verða blindur. Ætla að skoða hann betur áður en ég fer að sofa.

sunnudagur, 9. september 2007

Tálmar í vegi förumanns

föstudagur, 7. september 2007

Lastaparabóla

'Grimmlyndi', 'Sjálfumgleði' og 'Vanþóknun'

Hugsuðir staldra við á Hljómalind fyrr í kvöld (Valur, Haukur Már og Egill).

Á Mokka

fimmtudagur, 6. september 2007

Óli Stef á Mokka

miðvikudagur, 5. september 2007

Barði á Mokka

María á Kaffitári

Á Mokka

þriðjudagur, 4. september 2007

Riddarinn og stúlkurnar á Mokka

Skósveinninn dustar flösurnar af brynjunni...

Veit ekki hvað það á að fyrirstilla að vera að birta svona mynd sem gerð eru á kaffihúsi án nokkurs undirbúnings, og sýnir í raun hvað maður kann nú lítið fyrir sér. En menn skrifa nú margt hugsunarlaust bullið á blogsíður sínar og hví ætti ég ekki að birta eitthvert myndaslys bara til að vera með.

Annars náði ég þessarri mynd af nýju afgreiðslustúlkunum á Mokka áðan.


Náði þeirri hávöxnu íslensku alveg, en vantar svolítið uppá að sú finnska þekkist á myndinni. Ekki oft sem þær staldra við þannig að hægt sé að taka af þeim skissu.

mánudagur, 3. september 2007

Hafsteinn Austmann og Björn Birnir

sunnudagur, 2. september 2007

Valdimar og Jón þór í hádeginu á Mokka