laugardagur, 27. júní 2009

Á Mokka í dag.

Eftir gott skrið við vinnu var fínt að kíkja á Mokka. Þar var fullt af glæsilegum mótífum , en ég valdi blessaðan kallinn.

Jóhann Axelsson ásamt tengdadóttur á Mokka (svartur kúlupenni)

fimmtudagur, 25. júní 2009

Kúlupenninn klikkar ekki!

Jæja... best að hita sig upp í teikningunni. Gerði mynd af mokkastúlkunni Ástu Sólhildi (Sólu) í fyrradag í ömmustílnum. Hefði viljað ná henni betur.Svo eru þrjár myndir með kúlupenna frá í gær og í dag.

Pínulítil bleðilsskissa af Elíasi Halldóri


Egill Ólafsson og einhver Rósa ráðherrafrú


Uppáhalds fyrirsætan mín mætti óvænt á Mokka í hádeginu í dag!

fimmtudagur, 18. júní 2009

Þeir tóku "Lagið"

Mannakorn á Rosenberg í kvöld.

"Þú reyndir allt, til þess að ræða við mig...."

Sjálfsmynd

Bjarni Bernharður í sólinni fyrir utan kaffihúsið.

... speglast í glerinu vinstra megin

mánudagur, 15. júní 2009

Á fallegum sumardegi

Rosalega getur Mokka stundum verið mikil hola.

Gjört með sterku eftirmiðdagskaffi og smá lit

miðvikudagur, 10. júní 2009

Hálf öld....

og nú er allt niður í mót eins og einhver sagði. Maður fetar til baka innri stíga sæll eftir hið mikla brölt uppímót, og nú er allt kunnuglegra en áhugavert í þessu nýja samhengi. Tækifærin endurnýjast og loksins á maður erindi eftir allt erfiðið. What a wonderful world!

Fríða sat í stíl við draumaland Ketils á veggjum Mokka.


Boulevard Skólavörðustígur í dag