föstudagur, 25. september 2009

Mokka todayMokka composition

Konan með fallegu hendurnar

fimmtudagur, 24. september 2009

Tilraun

Skotta á Mokka

þriðjudagur, 22. september 2009

Morguntesopi

Í haustbirtu á Mokka (vatnslitir)

sunnudagur, 20. september 2009

Rólegt á Mokka

Náði ekki Björk í þetta sinn. Næ henni kannski næst...

fimmtudagur, 17. september 2009

Í Odda

Alaric Hall flytur fyrirlesturinn "The Earliest History of Elves"

þriðjudagur, 15. september 2009

Of svipaðar myndir

Er ég að festast í þessum stíl? Vona ekki. Kenni nærtækustu verkfærunum um - handhægast er að grípa í Tiger kúlupennann og pensilinn þegar eitthvað markvert ber fyrir augu...

Fréttaþulan og vinkona á Mokka
þriðjudagur, 8. september 2009

Loksins eitthvað nýtt....

... og bara dágóður slatti. Auðveldara hefði nú verið að setja þetta inn jafnóðum, en bara hef ekki mátt vera að. Set nýjasta fyrst og elsta síðast.

Steinunn að hlusta á ljóð nú í kvöld


Servéttufuglinn varð til í einhverri taugaveiklun á Mokka í dag. Hann gat í alvörunni flogið!
Hér er svo smá tilraun til að ná þessu sem kemur alltaf jafn flatt uppá mann.. fjallið og sjórinn svo nálægt. Tókst ekki í þetta sinn.

Horft niður smiðjustíg


Einhvernveginn finnst mér að þessi maður hljóti að vera gestur á Bókmenntahátíðinni, en það er bara gisk.

Á Mokka í morgun


Viðbót 15. sept - Ég var hálf svekktur að hafa ekki náð að sýna þessum manni myndina áður en hann vatt sér út úr kaffihúsinu. Nú vill svo skemmtilega til að ég fékk email frá honum þar sem hann kynnir sig og segist hafa haft upp á þessu bloggi mínu og séð myndina! Lítill er nú heimurinn. Það skal því leiðrétt að þetta er mynd af Cyril Chapman frá Birmingham og snerist heimsókn hans til íslands um erfðafræði í krabbanmeinsrannsóknum - hann var s.s. ekki á bókmenntahátíðinni :)

Nokkrar skissur urðu til á Mokka í gær:

Bjarni Bernharður, Pjetur Hafstein og Daði Guðbjörns spá og spekúlera


Guðjón Kristinsson sögumaður og hleðslumeistari


Í sól við gluggann


Hér eru svo nokkrar misjafnar myndir frá Rosenberg á Jazzhátíð, Melodica hátíð og blúskvöldi í ágúst:Dóri Braga tekur magnað sóló!


Kristín og Elínborg á ljóðahátíð Nýhil í ágúst