sunnudagur, 26. desember 2010

Kann ennþá að teikna...

Nokkrar myndir urðu til í október, þrátt fyrir mikið stress og þreytu í tækniverkefni sem hefur tekið verulega á - ekki af því að það er erfitt úrlausnar, heldur vegna mannlegra samskipta. Hef svo litla þolinmæði við að umgangast mennsk vélmenni.

Ánægður með þessa fyrstu mynd:

Ármann slappar af á Mokka

Vinkona Petru veit að ég teikna hana.

Barn sem elskar barnakakó

Reynitréð fyrir framan Kaffifélagið heldur ennþá berjunum sínum

Gamlar syndir

Í nótt vaknaði ég við þá hugsun að líklega þekki ég innréttinguna á Mokka betur en nokkuð annað local - get ferðast í huganum um staðinn og séð fyrir mér allt - já ALLT!, betur en nokkuð annað sem augu mín hafa litið.. jafnvel heimili mitt og æskustöðvar. Hálf sorglegt það! Monet þekkt garðinn sinn utanað og Kandinsky sýna theoríu - opnaði honum nýjan myndheim endalaust frjóan og spennandi. Eitthvað verður gert í þessu máli eftir áramót .. því mun ég lofa sjálfum mér.

En sem sagt... hér eru nokkrar myndir frá því í september!


Kristín Martha á Mokka að pæla

Lesið á Mokka

Bjarna Bernharði leist vel á þessa konu og seldi henni ljóð...

Hélt ég fengi að vera í friði með þessa mynd, en hún vildi fá að sjá. "Kvikindi geturu verið!" var það eina sem hún sagði. Já undirhökurnar eru hættulegar...

Lesið á Mokka

Having waffles in Mokka.

Varði á servéttu

Skyndiskissa af Halldóri á servéttu

Þessi litla stúlka settist bara á gangstéttina og fór að dunda sér í heitir hádegissólinni

Í kyrrðinni á Mokka

Petra á Mokka

Jón Axel fastagestur á Mokka ekki alveg nógu líkur sjálfum sér...

Bjarni Bernharður náðist bara á þessarri....!

Ánægður með þessa mynd. Einföldunin tókst, en smáatriðin eru þarna.

laugardagur, 27. nóvember 2010

Eðlisfræðingurinn á Mokka...

Á kaffihúsinu gat hún einbeitt sér. Þetta var gamalt kaffihús með kaffilituðum veggjum og dökkum viðarborðum. Nú þurfti hún að ná þessu saman - grípa alla þræðina sem hún vissi að skiptu miklu máli. Setja þá saman í eina fléttu sem útskýrði það sem eðlisfræðingar allt frá byrjun aldarinnar höfðu glímt við. Hér var það hægt, hún fann það og hófst handa

Fantasía frá ágúst í sumar.

Ýmsar myndir ...

Nokkrar stúdíur frá ágúst í sumar

Á Mokka


Á Mokka


Óljós Bjarni Bernharður á serviettu


Pjetur Hafstein á Mokka


Jói og Svanur í hádeginu á Mokka


Mokka fyrir innan og fyrir utan


Humoristi og athafnakona leggja drög að nýju fyrirtæki...

Gabbi á Mokka

Til að hvíla okkur eftir samsetningartörn í ágúst var gjarnan kíkt á Mokka.


Gabbi fær sér kakó á Mokka

Skotta í sólinni

Skotta einn sumardag í ágúst á veröndinni í Brúðuheimum á Borganesi

Á Horninu í ágúst.

Við mutter skruppum á Hornið og fengum okkur pizzu pescatore.

Sumar myndir

Hér eru fleiri myndir af fólki á Mokka frá því í júli (en ekki hvað!)

Halldór fagurkeri á Mokka


Bjarni Bernharður fyrir utan hjá Mokka


Á Mokka

þriðjudagur, 12. október 2010

Ná í skottið á sér!

Hér eru tvær myndir frá því í júni!

Bjarni fyrir utan Mokka í lok júni


Á Mokka í lok júni


Hugurinn hefur verið við gerð annarskonar teikninga sem hafa ekki bein innspírerandi áhrif á sköpunargleðina..

Stjórntölva fyrir Strætó bs


En þegar ég skoða í skissubækurnar yfir sumarið þá eru nokkarar ágætar myndir sem mér tókst að gleyma mér við og eiga heima hér og birtast á næstu dögum.

fimmtudagur, 10. júní 2010

Í tilefni dagsins

Í tilefni dagsins er best að gefa sér smá tíma og uppfæra bloggið.

Svona líður mér núna:

Frjáls!


Hér koma svo nokkrar skissur síðasta mánuðinn rúmlega.

Bjarni fyrir utan Mokka í sólinni


Unglingar í strætó...


Hilmar í Morkinskinnu hress á Mokka


Hilmar í Morkinskinnu fjarrænn...


.. á M&M skólavörðustíg


Petra með varalitinn fyrir utan Mokka í sólinni!


Afgreiðir kaffi á Mokka

föstudagur, 23. apríl 2010

Að komast aftur í gang...

Pjetur Hafstein á Mokka


Skotta fín á Mokka


Fantasía á flugvélakoddaveri!


Næturblóm


Þessi tónlistarmaður heitir Skúli og leit við á Kaffitári um daginn
á tónleikaferðalagi upp og niður laugarveginn. Hann sagðist ætla að spila þrjú lög
en tók bara tvö! Þau voru fín, en myndin ófullkláruð

miðvikudagur, 7. apríl 2010

Ytri og innri myndheimar

Á kaffitári í morgun


Hér eru nokkrar fantasíur svona til að analísera gerðar í mars.