föstudagur, 30. nóvember 2007

Ólík verk.


Tókst loksins að teikna smá í morgun, ekki góð mynd, enda erfitt að gleyma sér í þessu þessa síðustu daga....

Dagurinn í dag, þessi síðasti dagur nóvember var eins og allsherjar uppskerudagur hjá mér. Fékk í hendurnar tímaritið Börn og menning sem skartar forsíðu og baksíðumynd eftir mig - Já, ég er smá stoltur.

Þetta er frábært blað, og hefur komið út í 22 ár án þess að maður vissi nokkuð af því. Ég komst í virkilega gott skap og sveif um (svipað og þegar maður kemur aftur heim eftir vikudvöl í París) eftir að ég hafði kíkt í borgarbókasafnið og flett í gegnum eldri eintök af þessu frábæra tímariti. Það er gefið út af IBBY á Íslandi, en IBBY er alþjóðlegur félagskapur áhugafólks sem vill efla barnamenningu.

Annað sem er klárt og í höfn er verkefnið sem ég hef unnið með Finni Arnari myndlistarmanni síðustu tvo mánuði. Finnur vann til verðlauna fyrir myndlistarverk sem staðsett er innan í keilu sem gengur niður úr þakinu á nýju háskólabyggingunni sem kallast Háskólatorg. Verkið sem hefur yfirskriftina "Vits er þörf þeim er víða ratar" er alveg gullfallegt og næstumþví guðdómlegt! Það borgar sig ekki að lýsa því, því góð myndlistarverk þarf að upplifa.

Verkið þurfti nokkuð flókna mekanik til þess að það gæti snúist eftir vindátt, og höfum við Finnur pælt í þessu á Mokka í sumar og haust. Svo vann verkið samkeppnina og þá var hafist handa og tæplega tveir mánuðir að opnun. Hönnuð var tannhjólagjörð (tæp 4m í þvermál) úr áli (skorin út með vatnsbunu!) sem rennur á hjólafestingum og drifin áfram af servo mótor. Þessu var svo komið fyrir innan í klæðingu keilunnar, og einungis sést í 3 cm rauf fyrir örfína stálvírinn sem heldur verkinu uppi. Á þakinu er svo vindstefnumælir, og öllu er þessu stjórnað af lítilli heimasmíðaðri iðntölvu (þeas frá TAP technology ehf) sem staðsett er í tæknirými hússins. Þetta tókst allt alveg frábærlega og á morgun verður verkið "ræst" (menningarpabbinn ýtir á takka..) í svaka veizlu á nýju Háskólatorgi, þar sem hálf þjóðin ætlar að mæta. Þetta var stórskemmtilegt og lærdómsríkt ferðalag. Já, ég er líka svakalega montinn af þessu!

Endilega farið og sjáið þetta frábæra verk hans Finns Arnar.

laugardagur, 24. nóvember 2007

Gabbi

Á Mokka með pabba

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

..nýjar myndir daglega!

Mokka

Kaffitár

Þegar ég hafði teiknað rauðu buxurnar tók ég eftir því að ung kona sem sat á við hliðina á mér var farin að teikna líka fólkið á kaffihúsinu. Ég gaf mér á tal við hana og sagði hún að sér hafi fundist það svo hlýlegt þegar hún sá mig taka upp vaxlitina og byrja bara. Eirikur vinur minn hárskeri telur að mestur tími okkar fari í að skilgreina allt og alla, og hugsa um það hvernig aðrir skildu nú skilgreina okkur sjálf. Ég hef ekki haft miklar áhyggjur af því hvernig ég hef litið út í augum annarra - frekar hef ég sjálfur gert allt of miklar og óraunhæfar kröfur til mín gegnum tíðina, sem hefur yfirleitt endað á þann veg að ég hef gefist upp fyrirfram fyrir ýmsu sem ég hefði betur tekist á við og sætt mig við það að vera ekki fullkominn. Sætt mig við ófullkomleika míns eigin erfðabreytileika (!?) eins og Kári Stefánsson hefði orðað það!

Sjálfsblekkingin er sá jarðvegur þars allt sem maður stendur fyrir sprettur úr!

Vinnustaðurinn Kaffitár

Ágúst hefst handa við nýtt verk

laugardagur, 17. nóvember 2007

Fastagestir




Barði Einarsson á Mokka

föstudagur, 16. nóvember 2007

Fastagestir

Doddi á Mokka

mánudagur, 12. nóvember 2007

Sarpur af myndum í tímahraki

Hér eru nokkrar misjafnar myndir frá því síðast. Er enn teiknandi, en hef ekki mátt vera að því að setja þetta inn jafnóðum. Önnum kafinn við að stýra myndlistarverki sem sett verður inn í keilu sem gengur upp úr þakinu á Háskólatorgi - nýju byggingunni milli gömlu aðalbyggingarinnar (HÍ) og íþróttahússins. Rosa spennandi verkefni, hárfín sérhönnuð mekanik, mótorstýring og sérsmíði út í eitt! Segi betur frá þessu seinna - verður afhjúpað 1. des, þegar byggingin sjálf verður tekin í notkun.

Mokka í morgun

Kaffitár um helgina

Ölstofan

Ungir anarkistar og pönkarar á Hljómalind!

Á Mokka

Á Mokka

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Mokka

Þórunn Sveinsdóttir og vinkonur (Svartur vatnslitur, blár vaxlitur og kaffi)

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Á Mokka eftir hádegi

Anna Kristín Jónsdóttir útvarpskona (gjört með kaffi)

Teiknaði þessa konu einnig síðasta vor... sjá hér.

föstudagur, 2. nóvember 2007

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Nokkrar nýjar myndir frá Mokka



Lærdómsmær

Á að vera Árni Einarsson



Lærdómsmær

Á að vera Gunnar Óskarsson