fimmtudagur, 5. apríl 2007

Morgunmúsik...

      
Hér eru tvær mokkamyndir frá síðasta mánuði sem gleymdust. Skrítið hvað maður er misvel upplagður til að teikna. Og yfirleitt veit ég áður en ég byrja hvort ég nái að gera sæmilega mynd. Öllu heldur; Ég byrja ekki nema ég sjái eitthvað sem heillar, og um leið hef ég sterka tilfinningu hvernig ég gæti náð því, og svo byrjar maður.

Er dottinn inn í youtube og eins og aðrir alvöru bloggarar freistast ég til að linka á tvær músikupptökur. Söngkonan Carole King hefur alltaf heillað mig með sinni sérstöku hrjúfu rödd - hélt að hún væri lítil, svört og feimin... líklega út af myndinni á umslaginu á "Speeding Time". Hún er enn að syngja komin yfir sextugt, og flottari en nokkru sinni a la Tina Turner.

Hér er eitt lag með henni sem ég bara elska.
En ekki má sleppa því að sjá lagið flutt af Arethu Franklin. Alveg hreint út sagt stórkostlegt...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Carole King er mikið merkilegri en sólóferill hennar gefur til kynna, því hún var einn áhrifamesti lagasmiður sjöunda áratugarins.

Svo afrekaði hún það að það var samið um hana lag sem komst á 9. sæti á vinsældalista þegar hún var bara 17 ára og óþekkt, en það var "Oh, Carol" eftir Neil Sedaka.