sunnudagur, 29. júní 2008

Teiknað

Nokkrar portrettmyndir frá Hamingjudögum á Hólmavík. Var stanslaust teiknandi þessa tvo daga (alls 12-13 myndir), en ég tók smá pásu í dag til að kíkja í Sauðfjársetrið í kaffihlaðborð og sjá furðuleikana og spreytti ég mig þar í hrafnasparki! Við Gabríel höfum gist hjá Siggi Atla eins og síðast þegar við heimsóttum Hólmavík, og er hann sannkallaður höfðingi heim að sækja. Í kvöld elduðum við svo dýrindis læri með öllu tilheyrandi og var gott að slappa af á meðan Spánverjar unnu Evrópumeistaramótið sem þeir verskulduðu svo sannarlega.

laugardagur, 28. júní 2008

Hamingjudagar á Hólmavík

Sigurður Atlason

Fyrstur var teiknaður galdramaðurinn á ströndum.

Á Hólmavík er rigningarsuddi, en það stöðvar ekki hamingjuna. Komst vel í gang við portrettmyndirnar eftir að hafa gert þessa kyngimögnuðu hér að ofan. Sé núna eftir því að hafa ekki tekið ljósmyndir af hinum portrettum dagsins en gleymi því ekki á morgun. Sjá nánar strandir.is

föstudagur, 27. júní 2008

Litskrúðugur vefnaður í haffleti....

Ásthildur á Santa Mariu að vinna á tölvunni við röndótta dregilinn.

Eftir súkkulaðiköku hjá vinkonu minni á svölunum á Babalú, heilsuðum við Egill upp á Juan og Ásthildi á Santa Maríu. Síðan var haldið í himneskan hjólatúr út á Gróttu þar sem sungnir voru Napólitanskir söngvar á meðan dáðst var að sólarlaginu speglast í haffletinum.
En nú þarf að sofa smá. Á morgun höldum við Gabríel um hádegi til Hólmavíkur á Hamingjudaga. Hlakka mikið til!

þriðjudagur, 24. júní 2008

Í sólinni með flottustu konum bæjarins...

...Þórunn Erlu Valdimars, Ragnheiður Þorláksdóttir og Sigrún Jónsdóttir fyrir utan Mokka.

sunnudagur, 22. júní 2008

Franskar vinkonur fyrir utan Mokka

Innblástur dagsins....

Að þýða barnaefni eða semja nýtt ennþá betra...?
Barði Einarsson

Bjarni Bernharður

Þegar maður eldist hættir maður öllu experimenti. Sumir kalla það þroska en ég held það sé stöðnun. Ég tek eftir því þegar ég fletti gömlum skissubókum að ég hef staðnað. Myndirnar upp á síðkastið hafa verið ljótar sbr. hér að ofan. Ég þarf nýjan innblástur og þarf að huga að fegurð. Í morgun rambaði ég á teiknimyndina "The Danish Poet" eftir Torill Kove. Myndin segir yndislega sögu sem römmuð er inn af afstrakt myndskeiði sem setur allt í stórt og dásamlegt samhengi. Ég elska svona verk. Minnti mig á litlu fantasíu-fóstur-stúdíurnar frá 2002:

"What a coincidence!"

miðvikudagur, 18. júní 2008

Fundið fé...?

Síðasta vika einkenndist af endalausri sjálfboðavinnu, eitthvað sem ég lofaði sjálfum mér að lenda ekki í aftur því það sem ég er sjálfur að fást við er bara of dýrmætt. Svo má ekki gleyma því að tíminn er naumur... lífið er stutt. En alltaf segi ég já þegar einhver biður mig um eitthvað sem á að vera svo einfalt mál... þeas fyrir mig. En það er ekki til neitt sem heitir einfalt mál ef það er vel gert!
Jæja! En þetta var samt gaman. Gerði t.d. þetta upplýsingaskilti fyrir Hringsdalsuppgröftinn í Arnarfirði.


Þar fundust kuml og haugfé - beinagrindur af fornmönnum frá 10. öld. Hér er einstakt tækifæri til að búa til spennandi safn sem staðsett er á fundarstað. Að ganga þannig frá að umhverfið sé fært í sama horf og fyrir uppgröft, og hægt sé að horfa ofan í jörðina í gegnum gler og virða fyrir sér fornmenn í gröfum sínum og líta svo upp og heillast af dýrð Arnarfjarðarins. Það fengi örugglega ungt fólk til að hugsa um stund um annað en ipod og sms - og kannski jafnvel fá áhuga á landi, náttúru og sögu. Þetta kalla ég lifandi safn. Fólk á vestfjörðum virðist vera lengi að taka við sér, því ekki fékkst einu sinni smá styrkur til að reisa upplýsingaskilti á staðnum um þennan merka fund úr vestfirskum uppbyggingarsjóði. Kannski skolast olíubrákin úr augunum einhverntímann...

Hér eru svo tvær myndir frá Mokka svo þetta standi undir nafni.Hörður

Ekki ítölsk heldur Goth á 17.júní!

sunnudagur, 8. júní 2008

laugardagur, 7. júní 2008

Læt þær flakka...

Svennó fyrir framan Mokka rétt áður en haldið var á Hornið í Pizza Pescatore og svo
súkkulaðiköku og strawberrymargaritur á Sankta Maria! Tilhlökkunin og eftirvæntingin leynir sér ekki..


Á tárinu í gærmorgun... Vantar eitthvað mikið í þessa mynd..


...og lífið vantar í þessa. Á Mokka í fyrradag.

miðvikudagur, 4. júní 2008

Síðustu myndir...

Ég hef gert nokkrar myndir að undanförnu sem hafa bara ekki verið nógu góðar þegar upp er staðið. Því hef ég ekki sett inn myndir í smá tíma - hélt líka á tímabili að ég væri að hætta að geta teiknað sem gerist stundum þegar pressan frá aðkallandi tæknilegum verkefnum er orðin óbærileg. Það er svona aðferð náttúrunnar til að maður lifi af! En svo gerði ég nokkrar myndir svona rétt síðustu dagana sem eru bara OK!

Sólríkt á Mokka í dag..


Á Tárinu í morgun..


Jón Axel oflr. á Mokka í gær..


Svakalegur Doddi á Mokka (síðustu viku). Er þessi maður til?