sunnudagur, 30. desember 2007

Lítil fjölskylda á Kaffitári

laugardagur, 29. desember 2007

Að gera sig að fífli...

Mokka í dag

Hvar eru allir þessir litskrúðugu karakterar sem fylltu Mokka hérna í den? Eða fylltu ekki Mokka því þeir voru margir hverjir í svokölluðu 'banni'. Þetta voru menn sem létu dásamlega furðulega - jafnvel illa og gerðu hluti af sér því þeir brunnu í skinninu. Þá var fjör! Nú þora menn varla að setja sig í stellingar nema þeir fái borgað fyrir það, eða hafi nú þegar milljónir undir sér og hafi bókstaflega "efni á því" að láta á sér bera. Er fólk orðið svona skíthrætt við lífið og félagslegar afleiðingar? Ekki hjálpar til að öll umræða, hvort sem það er um kynjamisrétti eða annað, stuðlar að því að allir geri eins.

Í Englandi má ennþá finna karaktera eins og þessa tvo: Quivering nostrils and a pompous ass! (að vísu er annar þessarra fallinn frá). Ég held að maður þurfi ekki að vera breskur hommi til að geta látið svona, en það sakar ekki. Það er yfirlýsing um sérstöðu sem opnar þessar flóðgáttir.

Og þeir sem hafa fengið nóg af íslensku sjónvarpi um hátíðirnar geta dottið inn í QI og séð meira af þessum snillingi. Þetta breska eðalefni er óborganlega skemmtilegt og hafa þættirnir nú rúllað í þrjú ár (allir til á youtube). Ég á svolítið erfitt með að ímynda mér hver ætti að stýra einhverju viðlíka hér á landi.

fimmtudagur, 27. desember 2007

The Big Other ...

Gunnar Þorri les Órapláguna á Mokka


Markmið: Slíta sig ennþá meir frá því kerfi sem mótar fólk og samfélag - þeim 'tetrisleik' þar sem lífið er njörfað niður í innihaldslausar athafnir.

laugardagur, 22. desember 2007

Pescatore

Á Mokka

Eftir yndislega Pescatore á Horninu var kíkt á Mokka. Þá er gerð þessi hrikalega skissa sem gefur alranga mynd af stemningunni og viðfangsefninu. Svei mér þá ef ég verð ekki að fara að ritskoða aðeins betur - allt!

En hugurinn er annarsstaðar, og á þessum árstíma er mikil innri vinna í gangi. Næsta ár verður öðruvísi því aðstæður eru að breytast mikið. Hef góða tilfinningu fyrir því sem koma skal.

þriðjudagur, 18. desember 2007

Sitt lítið af hverju, jólalegu.

Það sem helst getur eyðilagt jólaskapið er kjaftæðið sem maður kemst stundum ekki hjá því að heyra í þessum fastagestum Kaffitárs sem mæta eldsnemma svo óvenju hressir en eru í raun heiladauðir fyrir langa löngu. "Nú er olíuhreinsunarstöðin komin á beinu brautina" sagði einn hálfvitinn í gær og glotti hreykinn við.

Í mínum huga eru þeir sem standa að þessari olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði miklu verri en verstu landráðamenn. Þá ætti að leiða umsvifalaust fyrir aftökusveit.

Ég hef einu sinni komið til Arnarfjarðar. Þarna er mikil náttúrufegurð og dýralíf. Einnig eru þarna einstakar sögulegar minjar og listræn verðmæti sem bíða þess að hlúð sé að. Að horfa inn eftir firðinum á ljósbrigðin sem verða til í þessum langa firði er alveg einstakt. Málaði tvær vatnslitamyndir þarna fyrir rúmlega 10 árum síðan og hér er önnur þeirra.En aftur í jólaskapið (!).
Þessi litla stúlka brosti þegar hún sá mig taka upp vaxlitina á Mokka, og ekki leið á löngu þar til hún var byrjuð að teikna í bókina mína.

María að borða vöfflu


Næsta mynd er eitthvað sem varð til af sjálfu sér. Líklega myndbirting einhverskonar hugarvíls en jafnframt tengt jólunum einhvernveginn....

... kannski laufabrauðsmynstur?


Svo eru það nokkrir fínir jólasveinar sem sátu á Mokka í gær.

Ketill, Ragnar og Gunnar á Mokka


Ragnar þekkist ekki almennilega á myndinni svo hér er mynd af honum gerð um daginn.

Ragnar á Mokka


Svo kaupa sumir jólastjörnu og hlúa að henni yfir jólin. Ég fæ hinsvegar þessa rás með UPS nú á eftir og kem henni til að virka yfir hátíðirnar. Ekki ósvipuð í litum og jólastjarna.fimmtudagur, 13. desember 2007

Magdalena, hin glæsilega sænska mokkastelpa á næstsíðasta vinnudegi sínum á Mokka

þriðjudagur, 11. desember 2007

Mokka í hádeginu

mánudagur, 10. desember 2007

Kaffitár í morgun

miðvikudagur, 5. desember 2007

Eftirmiðdagsdott á Mokka

Parísarþrá


Langar alveg svakalega til Parísar núna, en ætla að bíða til vorsins. En til hvers þarf ég svo sem París þegar viðfangsefnin á kaffihúsunum eru svona fín!

mánudagur, 3. desember 2007

Vindstefna á HáskólatorgiJá, listaverkið á Háskólatorgi fór í gang þrátt fyrir alla gluggana sem höfðu dúkkað upp á vefsíðunni sem ræsa átti verkið - Firefox að tilkynna að ný útgáfa af sér væri ready to install!. Þetta skýrir einbeitingarsvipinn á Finni Arnari höfundi verksins í greininni sem birtist í Mogganum í dag, en sallarólegur lokaði hann gluggunum einum af öðrum og setti verkið í gang og rétti svo Björgúlfi tölvuna. Úps!

Skrítið að þegar horft er upp, þá er austur vinstra megin við norður og vestur hægra megin. Minnir mig á þegar ég var spurður að því í barnaskóla hvort sólin kæmi upp í austri eða vestri, og þurfti ég að hugsa mig lengi um... Allt breytist eftir því hvað miðað er við.