sunnudagur, 30. mars 2008

Hver með sínu nefi...

Gunnar Óskarsson, Ólafur Stephensen, Hilmar Einarsson og Árni Einarsson stinga saman nefjum á Mokka

Sigurjón Árni ásamt hljómsveit - árshátíð RA

Fylleríisskissa á árshátíð RA á Hótel Borg

Draugur á Mokka í morgun?

miðvikudagur, 26. mars 2008

Vorboði

Egill Arnarson á Vínbarnum á Kirkjutorgi

Ég vissi að lítið yrði úr verki í dag. Líklega hafði ég bara ákveðið það. Með nokkru samviskubiti hjólaði ég niður í hinn gráa miðbæ um hádegisbil, en það varð mér til happs að ég mætti vorboða á rauðu dömuhjóli. Og umsvifalaust léttist lundin og allt fór af stað - nýjar hugmyndir fæddust, mér tókst að teikna heil ósköp, lífið varð einn allsherjar leikur og dans með nýju fólki og kunningjum. Skrapp svo á Hornið áðan í pizzu Pescatore (tók með mér ferska steinselju!) með Agli og Magnúsi og það var fróðlegt að vera með þessum öðlingum. Þrátt fyrir ábyrgðarleysið var þetta dásamlegur dagur.

Á Mokka í kaffi

laugardagur, 22. mars 2008

Hvítagull

Glæsipar á Mokka

Þetta fallega par var á Mokka í dag. Lagði ekki í að bæta lit í myndina en er ánægður þrátt fyrir að hárið, húðin, silkikjóllinn og veskið hafi skartað öllum hugsanlegum tónum af hvítagulli.

Friday the long.

Á Segafredo

Á þessum svokallaða leiðinlegasta degi ársins var stillt og fallegt veður. Ég dreif mig því af stað, seint og um síðir, til að stúdera lífið og eftir nokkrar heiðarlegar tilraunir var endað á Sólon yfir máltíð með rauðvíni og kokteilum með góðum vini, í skreppitúr frá Spáni. Úr varð einn skemmtilegasti dagur ársins.Nokkrar stúdíur..

...við tjörnina

fimmtudagur, 20. mars 2008

miðvikudagur, 19. mars 2008

Japanskur pensilpenni

Kaffitár

Doddi var svo vinsamlegur að kaupa 5 stk af japanska pensilpennanum hjá MUJI í London, sem er draumaverkfæri fyrir skyndiskissur.


Mokka

mánudagur, 17. mars 2008

Sunnudagsmorgunn....

Amors örvar og vöfflur með rjóma

fimmtudagur, 13. mars 2008

Schubert á Mokka

Reynir Axelsson veltir fyrir sér Vetrarferðinni

miðvikudagur, 12. mars 2008

...mannlífslýsingar...

Rauðhærði fastagesturinn

Ragnar og Bjarni Bernharður

þriðjudagur, 4. mars 2008

Staðgóður skammtur.Fallegur vinahópur...

...og ég njósnandi! (Ljósmynd HL)


Laugardagsmorgunn 1. mars 2008.

mánudagur, 3. mars 2008

Tvær perlur með kaffi og vaxlitum

"Mokka är ett mycket mysigt och varmt café." - Sara les ævisögu Johnny Cash

Anna fær sér te og les blöðin á Mokka

Reiðilestur


Mokka 24 feb.08
Umræðan í samfélaginu, fréttir og fjölmiðlar hafa ekki ýtt undir bjartsýni og trú mína á framtíðina síðustu daga. En þá er kannski gott að fá bara eitt prívat reiðikast sem hljómar svona:

Held að það hafi aldrei verið jafn illa komið fyrir okkur og nú. Ekki af því að bankarnir eru gjaldþrota, heldur er allt önnur og alvarlegri krísa í gangi.

Íslenska þjóðin veit ekki lengur hvað hún stendur fyrir. Henni má lýkja við fyrrtan einstakling sem hefur gengið of langt í misnotkun og neyslu - sjálfsmyndin gjörsamlega í molum undir hörkulegu yfirborði. Einstaka veikar og óöruggar raddir samviskunnar berast úr djúpi þjóðarsálar, en þær eru umsvifalaust kæfðar, og spillingin, neyslan og yfirgangurinn heldur áfram.

Það þarf að treysta innviði samfélagsins. Hvaða innviði? Trillukarlinn sem má ekki veiða? Einstaklinginn með góðu hugmyndirnar en hefur ekki tíma til að staldra við og koma þeim á koppinn? Eða er verið að tala um manninn sem rekur vinnuvélafyrirtækið? Já hann þarf virkjun og stóriðju!

Það þarf að hlúa að velferðarsamfélaginu. Nú? -Er ekki nægt vöruúrval? Matur og lyf. GSM samband og háhraðanet. Er það eitthvað fleira sem þú vilt?

Andlit þessa þjóðfélags eru ráðamenn sem ganga fyrir græðgi og eru í hlutverki skaffarans sem gefur næsta skammt. Einn slíkur ráðamaður var í Kastljósi um daginn og sýndi okkur glansmyndir af olíuhreinsunarstöð í myrkri. Hann andvarpaði mikið þegar ungur maður frá Framtíðarlandinu taldi upp fullt af spennandi kostum til að byggja upp mannlíf og starfssemi á Vestfjörðum. Í huga þessa durgs kviknaði ekki á neinu ljósi. "Mengun?? Hver segir það?" hváði hann ábúðarfullur þegar minnst var á mengun samfara slikri verksmiðju. Það ætti að vaða inn í stofu, heima hjá svona mönnum, á stígvélum löðrandi í hráolíu. "Olíuhreinsunarstöð og Háskólasamfélag geta farið vel saman!" Hættan sem steðjar af þessum vel útlítandi ómenntuðu, fáfróðu og hæfileikalausu mönnum er mikil, því þjóðin er að bíða eftir nýjum skammti - sem bara þeir geta skaffað.

Þjóðin - það er ég og þú. Er ekki kominn tími til að hætta þessari neyslu, skipta um hugarástand og flæma þetta pakk út í hafsauga?

Hér er svo smáa letrið. Á þessari síðu er fullt ritfrelsi enda vistað hjá Google. Um það gilda EKKI íslensk fjölmiðlalög, sem stuðla að því að hefta alla réttmæta gagnrýni sem ráðamenn hafa ekki velþóknun á.