mánudagur, 27. október 2008

Gæti öskrað en kýs að teikna.

Einar Steinn

Einar Steinn fór með gullkorn úr Lukku Láka (ísl) á Mokka í dag.
(Pétur og Þorsteinn frá Hamri í baksýn)

Kaffitár
Vinkonur á Kaffitári í gær

Mokka
Vinkonur á Mokka í fyrradag

föstudagur, 24. október 2008

Eitthvað fyrir sálina...

Kaffitár

Lifandi eistnesk stúlka á Kaffitári!

Mokka
Á Mokka með langan handlegg.

Bretar gátu beitt hryðjuverkalögum til að vernda þjóðfélagsþegna sína, en hvar eru neyðarlögin hjá íslenska ríkinu til að t.d. kyrrsetja eignir þeirra íslensku glæpamanna sem rændu þjóðina? Sjá Dagblaðið Nei nú í morgun.

Ef einhver vill gleyma sér þá mæli ég með fyrsta laginu í Óskastund Gerðar G. Bjarklind nú í morgun. Enginn syngur þetta eins vel og hún mamma mín.

sunnudagur, 19. október 2008

Hvað gerðist?

Gullkálfur

Gullkálfurinn

Hvernig er þá best að hafa þetta allt saman?
Eins og ég man eftir mér á sjöunda áratugnum þegar Reykjavík var vinaleg og Ellý Vilhljálms hljómaði í útvarpinu - ég finn ennþá sólarljósið sem skein á mig þegar ég var að teikna á gólfinu og heyrði Penny Lane í fyrsta skipti. Allt sveipað æskuljóma auðvitað, en einhvern veginn er ég ekki frá því að þá hafi verið jafnvægi, heilbrigð gildi og gott mannlíf.

Hvað gefur lífinu gildi?
Þessar tvær konur teiknaði ég júli 2005,

Mokka
og í gær komu þær aftur og settust í sama sætið og fengu sér aftur vöfflu.

Mokka
Ritúal.

Hvernig er hægt að syngja Caravan með aðeins einn bassagítar og söngrödd?
Eins og Andrea og Eddi Lár gerðu nú í kvöld á Rosenberg.

Andrea og Eddi Lár
Andrea og Eddi Lár

miðvikudagur, 15. október 2008

Látum það yfir okkur ganga....

Sváfnir

Sváfnir Már Líndal situr undir reiðilestri og hengir haus

Einhverntímann var sagt við mig að ég væri með allt á hornum mér og að ég teiknaði alltaf reiður, í stað þess að finna gleðina sem felst í því að skapa og njóta þess. Auðvitað nýt ég þess í botn, en ég er bara hyper krítískur. Þetta er líklegast ítalinn í mér. Hann hefur verið sofandi um nokkurt skeið, en nú sættir hann sig ekki við orðinn hlut. Ég sætti mig ekki við þennan sektardoða sem einkennir þessa þjóð, og er öskureiður. Hvort sem það leiðir til góðs eða ekki kemur í ljós.. en mönnum fannst amk myndin af Sváfni góð.

laugardagur, 11. október 2008

Góðærin gömlu góðu

Mokka

Björn Birnir og Ragnar rifja upp sögur frá síldarárunum

miðvikudagur, 8. október 2008

Lífið heldur áfram...

Miðvikudagsseminar

..hjá fræðimönnum í ReykjavíkurAkademíunni sem hlýddu á hádegiserindi
Steinunnar Kristjánsdóttur sem fjallaði um fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri..

Mokka
.. og hjá foreldrum og ungbörnum á Mokka.

þriðjudagur, 7. október 2008

Bankadrengur

Bankadrengur tjóðraður en ennþá stórhættulegur

mánudagur, 6. október 2008

Best að sleppa því.

Mokka

Dökk skissa af annars léttlyndum Mokkastúlkum

Verðbólgufen
Fastur í verðbólgufeni

laugardagur, 4. október 2008

Sjónin skýrist.Mokka í hádeginu

"Vofa kapítalismans gengur ljósum logum"

Nú er gott að eiga góðan grænmetissjóð. Þessa þokkafullu Nantes gulrót dró ég upp úr jörðinni síðustu helgi:
Ekki nóg með að hún sé þrælgóð fyrir sjónina, heldur fær maður einnig það besta frá báðum kynjum í einum og sama rótarávextinum. Finn strax mikinn mun!

föstudagur, 3. október 2008

Skissa = ferskt - óklárað - í vinnslu - mistök ...

Mokka

Skissa á Mokka frá í gær

Mokka
Skissa á Mokka frá í gær

Mokka
Sváfnir horfir á nóturnar hreinskrifaðar