fimmtudagur, 22. september 2011

Að sjá vatnsliti aftur

Ég hef aðeins getað komist í gang með vatnslitina á þessum 10 dögum sem við dvöldum í París. Það er alltaf jafn erfitt að byrja, og maður er alltaf jafn hissa hvernig litirnir hegða sér. Þeir dofna alltaf. Lærði aðeins aftur á þetta - náði að gera þessar þrjár myndir í Jardin du Luxembourg og er sæmilega ánægður. Vonandi tekst mér að halda áfram og fást þá við haustbirtuna hérna heima.


Að dunda mér í uppáhalds garðinum mínum Jard d'Lux!Mynd að fæðast...Jardin des Plantes og testofan í Paris Mosque

Borðdúkar

Í París eru frábær veitingahús, og oft eru borðdúkarnir úr pappír sem þjóninn krotar niður pöntunina á. Ég fór að krota myndir af Björk á nokkrum af þeim stöðum sem við heimsóttum í síðustu viku..Mirabelle og Tatin tarte sneiðar á Bistró des Panoramas"Ef þú vilt ekki þessa mynd þá mun ég hirða hana!" sagði þjónninnBjörk var alveg heilluð á Chartier enda frábær og ógleymanlegur"Jæja Picasso - hér kemur maturinn" sagði þjóninn á Le Petit Saint Benoit

Fantasíur

Læt hér flakka nokkrar fantasíumyndir.... ósköp meinlausar.


Svo var dansað alla nóttina á gula sandinum við vatniðRassálfinum tókst að fela sig bakvið salatið sem var erfitt viðureignar

Sumar teikningar

Hér eru nokkrar skissur frá því í sumar. Hef minnkað komur mínar á kaffihús,  og dvel lengur í sveitinni þar sem maður hefur komið sér fyrir á æskustöðvunum. Helsta erindið í bæinn hefur verið að keyra út salatið tvisvar í viku á betri staði bæjarins! Svo er ágætt að fá sér tebolla á Kaffitári og og sjá hvort eitthvað kemur úr pennanum. Með sumar af þessum myndum hefði kannski verið betra að segja að blekið væri búið.


Mótíf sem ég og Ástríður frænka spreittum okkur á nú í septemberbyrjun.Valdimar undirbýr næsta tíma!Frá KaffitáriFrá MokkaSkotta að hugsaSkotta að stúderaFrá KaffitáriFrá tölvuverinu Kaffitári