föstudagur, 31. ágúst 2007

Frá Mokka seinnipartinn

Frá Kaffitári

miðvikudagur, 29. ágúst 2007Á Mokka í hádeginu

Barði á Mokka

þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Villi Þorsteins á Mokka

Sjálflýsandi

Kaffitársstúlkan tekur sér morgunverðarpásu í sjálflýsandi kjólnum

Íslensk madonna

mánudagur, 27. ágúst 2007

Þórunn

Þórunn fyrir utan Mokka

Stundum langar manni að ná manneskju svo mikið að allt fer úr böndunum. Þetta er of groddaleg mynd sem Þórunn á enganveginn skilið, en samt nær hún einhverju þrátt fyrir gróft ónákvæmt handverkið og því spennandi experiment. Svona gerir maður ekki nema þeim sem manni þykir vænst um.

Frá Kaffitári nú í morgun

föstudagur, 24. ágúst 2007

Frá Kaffitári


Riddarinn sem var ekki til!

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Myndir dagsins á Mokka


Einnar mínútu expressó íhugun (svo var hann farinn!)


Nokkuð ánægður með þessar tvær myndir. Í gær seldi ég tvær bækur, og fór í framhaldi að hugsa um hvernig stíllinn hefur fjarlægst fyrstu impression og myndirnar í seinni tíð orðnar meira 'renderaðar' eins og sagt er (unnar eða stafaðar út). Það var líklegast með þetta bak við eyrað sem þessar tvær urðu til nú áðan. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri hó hó hó!

miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Kaffitársmódel

þriðjudagur, 21. ágúst 2007

Tvær frá Mokka

Þórður Ingimarsson


Riddarinn sem sagði skilið við vindmyllurnar...

laugardagur, 18. ágúst 2007

Menningarnótt.

Frábær dagur og tókst vel þrátt fyrir alveg svakalega erfiða fæðingu. Vann til kl. 4:30 í nótt á vinnustofunni við að setja saman hljóðstýringu fyrir Álfasetrið á Stokkseyri. Allt gekk á afturfótunum - ég held ég hafi fengið einum of stóran skammt af blýgufum af lóðningum - mig svimaði bókstaflega. Ekkert sniðugt það. En svo tókst mér að koma öllu heim og saman eftir smá svefn nú í morgun á meðan marathonhlaupararnir nutu sín í góða veðrinu. Það var frábært að skreppa með Gabba og Teddu í Álfa og Draugasetrið og gefa Álfkonunni söngrödd með nýjum hætti. Svo létum við hræða úr okkur líftóruna - Tedda bókstaflega skreið af hræðslu á einum kafla sýningarinnar þar sem hendurnar koma úr öllum áttum, og ekki þorði Gabbi að lyfta lokinu í hryllilega klefanum. Samt sögðu þau að ég hafi verið lang hræddastur!!??

Skruppum svo upp í sveit til gömlu hjónanna, tékkuðum á berjunum (bláberin alveg að verða til) og grilluðum pólskar pylsur sem allir voru sammála um að séu bara stórfínar - nema Tedda. Svo vildi unga kynslóðin skreppa á menningarnótt. Eins og Chance Elisee að sitja á Mokka þegar mannhafið jóks og jóks. Gerði þessa skyndiskissu af Hannesi fyrir utan Mokka.

Hannes - Einbeittur en ekki áhyggjufullur!
Kannski svolítið of geggjuð.

Missti af öllum viðburðum dagsins og hvað með það.
Endaði á Ölstofunni með Sveini, og svo út til að horfa á sjálflýsandi marglittur himinsins. Vona að mig dreymi margar fallega litríkar sjávarlífverur, og kannski eina perlu líka.

föstudagur, 17. ágúst 2007

Hugsanir frá öðrum...


Þessir dagar hafa verið ansi sveiflukenndir, og held ég að um sé að kenna lélegu matarræði, B+C vítamín skorti, telepathíu sem maður kemst ekki hjá að móttaka, og svo almenn óákveðni um hvort maður nái því að lifa af í þessu innantóma þjóðfélagi. Tók stóran skammt af B + C vítamíni með All-Bran og bönunum í gærkvöldi og aftur B + C í morgun, og er eins og nýr maður í dag. Mætti á kaffitár með 4 sneiðar af ítalskri salamíu sem ég laumaði á ristaða brauðið með jasmín teinu. Reyndar bauð ég Jóni Þór eina sneið af salamíu, en konan á næsta borði þáði hana! Hún ákvað svo að setjast hjá okkur. Alltaf gaman á Kaffitári. Svo upp á Mokka um 12 leitið og gengið beint til verks. Og á þessum stutta tíma frá þvi kl. 10 - 14 fékk ég allt það besta sem maður getur látið sig dreyma um, hangandi á kaffihúsi á íslandi. Góður félagsskapur og það læddist að mér sá grunur að ég væri á réttri leið. Haustið er minn tími - þá er ég afkastamestur, þrátt fyrir sveiflur.

þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Sól sól skín á .....

Víðir í sólinni

Svakalegir contrastar í sólinni sem gaman er að glíma við. Í hádeginu sat ég með Jóni Þór, Hannesi Sig og Sigurði Gylfa, og var Sigurður fyrir afskræmingunni að þessu sinni. Hroðaleg mynd af honum, en ágætis mynd! Bæti Sigurði þetta upp með því að sýna einnig protrettmyndina sem gerð var um daginn. Held að sólin og aðdáendur séu að rugla mig í ríminu.sunnudagur, 12. ágúst 2007Þessi kostulegi gaur kom trítlandi niður Skólavörðustíginn í dag. Hélt fyrst að ég sæi barbapapa krílið loðna svarta sem var alltaf að mála og teikna.

laugardagur, 11. ágúst 2007

Eftirsókn í ró

Á Kaffitári

Þessir strákpjakkar voru að horfa á myndirnar af Brasilíska kaffibaunatínslufólkinu sem hanga á veggjum Kaffitárs. Þeir voru alveg útkeyrðir eftir Gay Pride, og fegnir að komast inn í ró. Ekki leið á löngu þar til þeir voru samt komnir í slag á meðan móðir þeirra beið í endalausri biðröð.
Já, þessi ró. Haft var á orði við mig áðan að borgin hefði sérlega stressandi áhrif á mig - meir en aðra - að ég léti umhverfið hafa of mikil áhrif á mig. Því ætti ég að vera út í sveit, því ég gerði betri hluti t.d. eftir smá dvöl í Mosfellsdalnum eða nú síðast á Hólmavík. Já, maður er eins og útspítt hundsskinn hér í bænum. Og eftir svona Gay Pride trylling er ólgan eftir bassadrunur ennþá í maganum og eirðarleysið í hámarki. Rifja samt upp verkefnalistann og punkta niður það sem þarf að gera í hverju þeirra fyrir sig. Ágætis tilraun til aðhalds á milli þess að teikna eina og eina mynd í skissubókina og læt mig dreyma. Það er samt betri fókus í kyrrðinni, en þetta verður að duga. Aldrei að vita nema ég komist í vinnustuð í kvöld því ég er ánægður með myndir dagsins.

Víðir fyrir utan Mokka

föstudagur, 10. ágúst 2007

Oddný á Mokka

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

sunnudagur, 5. ágúst 2007

Galdraþorpið Hólmavík

Gamli bærinn á Hólmavík - Strompaþorpið! (Vatnslitir)

laugardagur, 4. ágúst 2007

Hólmavíkurhelgi

Við Gabríel erum staddir á Hólmavík. Í dag var teiknað portrett á galdrasýningunni og sýni ég hér afrakstur dagsins. Hér er frábært að vera og mikið af litlum sjarmerandi húsum og langar mig að mála mynd þar sem horft er yfir þorpið - kannski viðrar til þess á morgun. Höfum nóg fyrir stafni. Í kvöld er eldað læri og borðað þegar Siggi Atla klárar sýningu "Álfar og tröll og ósköpin öll!", í kvöld kl. 23. Sýningin er "Tær snilld!" eins og Gabbi segir.


Ásdís Jónsdóttir

Hanna Sigga Jónsdóttir

Sigurður Atlason

Gabríel

Dagrún Ósk Jónsdóttir

Jón Valur Jónsson

Sigfús Jónsson

Arnór Jónsson

miðvikudagur, 1. ágúst 2007

Horft út í sólina á Mokka (Kaffi og vaxlitir)

Drengir góðir

Búinn að vera á kafi í tæknimálum og gengið mjög vel. Er að klára verkefni fyrir Galdrasýninguna á Ströndum sem verður prófað um helgina. Hef gert nokkrar tilraunir til að teikna en ekkert gengið. Svo setti ég tvær pólskar pylsur á grillið nú í kvöld og swiss chard úr garðinum upp í sveit á pönnu með hvítlauk og hafði með. Alveg prýðilegt. Hitti svo Jón Þór og Egil á Boston í smá hvítvín og auðvitað varð ég að teikna. Þeir eru vanir því og kipptu sér ekkert upp við það.

Jón þór og Egill á Boston

Loksins tókst mér að ná Agli sæmilega. Svo var farið á Ölstofuna, og þar var Valur, Jóhann Axelson, Steinar Bragi og Bjarni Klemens og ég veit ekki hver. Teiknaði þessa mynd af mómentinu þegar Jóhann var nýbúinn að þreifa á hnakkanum á Jóni Þór!

Valur var ekki sáttur við sig þarna í miðið. Fannst hann vera of cunning. Hann var samt svona. Valur benti mér á að mikilvægast og jafnframt það sem væri veikast við myndirnar mínar væru nefin. Það er mikið til í því - augun eru mikilvæg, en ekki aðalatriðið - heldur þurfa nefin að vera hárrétt. Ég ætla að taka mark á þessu. Veit að nefið segir allt!

Annars er ég ánægður hvað vinir mínir taka þessum afskræmingum af sér vel. Jafnvel þó þetta fari á internetið. Þetta er fólk sem tekur sig mátulega hátíðlega, og hefur gaman af því að vera túlkað á margvíslegan hátt. Það eru nefninlega ekki svo margir að tjá sig í teikningu.