laugardagur, 4. ágúst 2007

Hólmavíkurhelgi

Við Gabríel erum staddir á Hólmavík. Í dag var teiknað portrett á galdrasýningunni og sýni ég hér afrakstur dagsins. Hér er frábært að vera og mikið af litlum sjarmerandi húsum og langar mig að mála mynd þar sem horft er yfir þorpið - kannski viðrar til þess á morgun. Höfum nóg fyrir stafni. Í kvöld er eldað læri og borðað þegar Siggi Atla klárar sýningu "Álfar og tröll og ósköpin öll!", í kvöld kl. 23. Sýningin er "Tær snilld!" eins og Gabbi segir.


Ásdís Jónsdóttir

Hanna Sigga Jónsdóttir

Sigurður Atlason

Gabríel

Dagrún Ósk Jónsdóttir

Jón Valur Jónsson

Sigfús Jónsson

Arnór Jónsson

Engin ummæli: