sunnudagur, 29. júní 2008

Teiknað













Nokkrar portrettmyndir frá Hamingjudögum á Hólmavík. Var stanslaust teiknandi þessa tvo daga (alls 12-13 myndir), en ég tók smá pásu í dag til að kíkja í Sauðfjársetrið í kaffihlaðborð og sjá furðuleikana og spreytti ég mig þar í hrafnasparki! Við Gabríel höfum gist hjá Siggi Atla eins og síðast þegar við heimsóttum Hólmavík, og er hann sannkallaður höfðingi heim að sækja. Í kvöld elduðum við svo dýrindis læri með öllu tilheyrandi og var gott að slappa af á meðan Spánverjar unnu Evrópumeistaramótið sem þeir verskulduðu svo sannarlega.

Engin ummæli: