miðvikudagur, 2. janúar 2008

Af teiknibloggi

Ég er að hugsa um að hætta ekki að blogga. Ég burðast ekki með óraunhæfar væntingar til þessa athæfis, og það dugar mér að stundum tekst vel til og þá er þetta skemmtilegt. Þetta gerir líka sitt gagn sem ballest fyrir mig persónulega. Annað mál er hvort öðrum er skemmt. Á síðasta ári held ég að ég hafi móðgað u.þ.b. jafnmarga með myndunum mínum og þá sem voru himinlifandi.

Hér er t.d. einn sem er alltaf ánægður með myndirnar af sér hversu mikið sem ég ýki hann og skrumskæli. Í þetta sinn er skeggið í þrefaldri stærð. Ketill fagnar ævintýri og öllu því nýja sem skýtur upp kollinum fyrirvaralaust.

Ketill Larsen hress í byrjun árs á Mokka

Engin ummæli: