föstudagur, 25. janúar 2008

Ekki er allt sem sýnist...


Það kemur fyrir endrum og eins að ég þurfi að segja frá snýkjuvespum sem lifa á íslandi og eru eflaust litskrúðugustu skordýrin á landinu. Þá verður til skissa eins og þessi hér sem ég gerði til að útskýra litadýrð þessara pínulitlu sérhæfðu furðuverka náttúrunnar, en hún er af tegund sem heldur sig í nágrenni við sóleyjar! Erfitt er að finna þessi dýr án þess að vera með skordýraháf því þau eru aðeins um 1-2mm og snarar í snúningum, enda má engan tíma missa því þær þurfa að finna egg annara skordýra (yfirleitt af einni ákveðinni tegund) til að verpa eggjum sínum í.

Í íslenskri náttúru má allstaðar finna stórkostleg lífríki sem auðvelt er að fara á mis við ef þeim er ekki gefinn gaumur. Slík lífríki þrífast á svæðum sem oft eru kölluð "auðn" af þeim sem ættu að vita betur. Hvað ætli hafi verið slátrað mörgum milljónum snýkjuvespna undir Kárahnjúkastíflunni? Hvað mörgum tugum af nýjum tegundum?
Skiptir það nokkru máli og hverjum er ekki sama. Hvað skiptir máli? "Nothing matters!!" var Steinar Sigurjónsson vanur að segja með áherzlu. Indverjarnir höfðu kennt honum þau djúpu sannindi.

Engin ummæli: