Að tengja sig við eitthvað...
Ég ákvað að vanda mig í dag (áhrif frá villimanninum Zizek og kannski frekar Gilles Apap fiðluleikara, sem voru báðir í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi). Einnig sagði ég nýlega upp tveimur verkefnum sem ég hafði lofað en höfðu breyst í ógurleg skrímsli sem voru að leggja mig í rúst (Hanna nýja iðntölvu fyrir vetnisframleiðsluvél og svo myndskreyting á geisladiski) Hvortveggja mjög skemmtileg verkefni sem gaman hefði verið að glíma við, en nú er ekki réttur tímapunktur hjá mér. Ég er í viðkvæmu jafnvægi eins og vinkona mín var vön að segja og finn að ég verð að hafa jarðsamband. Held ég hafi náð svoleiðis sambandi í þessarri mynd á Mokka í hádeginu í dag. Já ...sáttur.. þrátt fyrir allt.