fimmtudagur, 31. janúar 2008

Að tengja sig við eitthvað...


Ég ákvað að vanda mig í dag (áhrif frá villimanninum Zizek og kannski frekar Gilles Apap fiðluleikara, sem voru báðir í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi). Einnig sagði ég nýlega upp tveimur verkefnum sem ég hafði lofað en höfðu breyst í ógurleg skrímsli sem voru að leggja mig í rúst (Hanna nýja iðntölvu fyrir vetnisframleiðsluvél og svo myndskreyting á geisladiski) Hvortveggja mjög skemmtileg verkefni sem gaman hefði verið að glíma við, en nú er ekki réttur tímapunktur hjá mér. Ég er í viðkvæmu jafnvægi eins og vinkona mín var vön að segja og finn að ég verð að hafa jarðsamband. Held ég hafi náð svoleiðis sambandi í þessarri mynd á Mokka í hádeginu í dag. Já ...sáttur.. þrátt fyrir allt.

þriðjudagur, 29. janúar 2008

Á Mokka í gær svo lítið bæri á.

Barði í kaffi

föstudagur, 25. janúar 2008

Á mokka

Fiðluleikarinn og píanistinn

"The drawing detective"

Fyrsta commisioneraða leyndó skissan

Myndin hér að ofan sem gerð var í gær, varð til með nokkru sérstökum hætti. Helga Lucie mokkastúlka vildi gefa vinkonu sinni mynd í afmælisgjöf. Ég fékk að vita að viðfangsefnið kæmi á Mokka eftir hádegi og það stóð heima. Ég fór leynt með tilburðina með pensilinn og hvarf svo af vettvangi þegar ég hafði fest mómentið á blað. Svo innrammaði ég myndina og afhenti í dag. Þá fékk ég að vita að hana hafði grunaði að ég væri að teikna sig en hún var alls ekkert viss.
Það er kannski engin tilviljun að þetta gekk svona vel, því "frændi" í Rómaborg og alnafni, Tom Ponzi (sjá www.tomponzi.it) var einn þekktasti einkaspæjari ítalíu.
Ég er að hugsa um að leggja þetta fyrir mig hér og nú. Þeir sem vilja fá óyggjandi sannanir geta ráðið mig til starfans. Í stað ljósmyndavélar nota ég skissubók til að fanga athæfið, hvort sem það er við kaffidrykkju, framhjáhald eða bara hvortveggja. Ef ekkert markvert upplýsist þá fæst allavega góð gjöf! Pantið hér.

Ekki er allt sem sýnist...


Það kemur fyrir endrum og eins að ég þurfi að segja frá snýkjuvespum sem lifa á íslandi og eru eflaust litskrúðugustu skordýrin á landinu. Þá verður til skissa eins og þessi hér sem ég gerði til að útskýra litadýrð þessara pínulitlu sérhæfðu furðuverka náttúrunnar, en hún er af tegund sem heldur sig í nágrenni við sóleyjar! Erfitt er að finna þessi dýr án þess að vera með skordýraháf því þau eru aðeins um 1-2mm og snarar í snúningum, enda má engan tíma missa því þær þurfa að finna egg annara skordýra (yfirleitt af einni ákveðinni tegund) til að verpa eggjum sínum í.

Í íslenskri náttúru má allstaðar finna stórkostleg lífríki sem auðvelt er að fara á mis við ef þeim er ekki gefinn gaumur. Slík lífríki þrífast á svæðum sem oft eru kölluð "auðn" af þeim sem ættu að vita betur. Hvað ætli hafi verið slátrað mörgum milljónum snýkjuvespna undir Kárahnjúkastíflunni? Hvað mörgum tugum af nýjum tegundum?
Skiptir það nokkru máli og hverjum er ekki sama. Hvað skiptir máli? "Nothing matters!!" var Steinar Sigurjónsson vanur að segja með áherzlu. Indverjarnir höfðu kennt honum þau djúpu sannindi.

mánudagur, 21. janúar 2008

Björt framtíð!

Cirkus-skissa

Ég vaknaði hress og kátur fullur af bjartsýni og gleði af þeirri einföldu ástæðu að ég sá viðtal við Ármann Jakobsson hjá Evu Maríu. Það er ótrúlega mikil hvatning í því að vita að til er maður eins og hann sem velur sér að fara sínar eigin leiðir á eigin forsendum til að geta gert alla þá frábæru hluti sem hann hefur komið í verk. Og bara fyrstu setningarnar í viðtalinu - þessi hvatning að fólk velti fyrir sér öðrum möguleikum í nútímanum og taki ekki allt í kringum sig sem sjálfsagt gagnrýnislaust. ..og niðurstaðan að framtíðarsýnin í samfélaginu í dag er engin, er sláandi sannleikur sem vonandi hefur snert við fólki.

Svo fyrirgaf Þórður mér þessa mynd í hádeginu!

Þórður á Mokka

föstudagur, 18. janúar 2008

Enn á Mokka........

Lítil stúlka í rauðum kjól að drekka barnakakó með röri.


Ketill


"Ég er farin að hafa alvarlegar áhyggjur af þér Tómas" sagði ein afgreiðslustúlkan á Mokka þegar hún sá mig gera þessa mynd. Púff! Ég er haldinn alvarlegri frestunaráráttu þessa dagana sem brýst út í enn einni mynd af Katli Larsen. Verst að mótvægisaðgerðum er einnig frestað. En fljótlega sé ég hlutina í stærra samhengi og þá leysast allar flækjur.
Á þessum árstíma spyr ég mig eins og krakkarnir; hvað ætla ég að verða þegar ég er orðinn stór?

mánudagur, 14. janúar 2008

Frelsi

Alveg að drukkna í verkefnum, en get ekki drifið af eitt einasta þeirra! Þetta þarf allt að malla hjá manni eins og þörf krefur, og því þýðir ekkert að reyna að pína fram einhverja vanhugsaða niðurstöðu. Þekki þetta ferli orðið nokkuð vel, en verð samt alltaf smá kvíðinn um að nú sé allt að hrynja til grunna. Í þetta skiptið hef ég kannski færst of mikið í fang. Samt tókst mér í gærkvöldi að gleyma þessum skyldum og njóta með góðum vinum, og í dag gerði ég bara fínar myndir á Mokka.

Ketill


Á Mokka


Svo eru hér tvær myndir frá því í síðustu viku.

Á að vera Kristín Anna en kannski líkara mömmunni í Forbrydelsen :)!


Á Mokka


Að lokum svo smá myndskeið sem vert er að skoða ef fólk nennir. Ken Robinson fjallar um framtíð menntunar. Svolítið merkilegri og brýnni áherzlur en Hjallastefnan að mínu mati.

miðvikudagur, 9. janúar 2008

Panellinn á Mokka

KAHC á Mokka

Þegar maður er farinn að kunna panelinn á Mokka utanað, er kannski tími til kominn að fara að leita að nýjum mótífum. Kannski taka fyrir eitthvað metnaðarfyllra eins og impressíonistarnir gerðu - senur þar sem sólarljósið spilar stærsta hlutverkið - finna spennandi senur í gömlu Rvk t.d.. Ekki þessar endalausu kaffihúsamyndir...

Samt er ég ánægður með Kristínu Önnu á þessarri mynd!

mánudagur, 7. janúar 2008

föstudagur, 4. janúar 2008

Make my day!


Á kaffitári í morgun, langaði mig að teikna. Sat að vísu innan um mörg fögur fljóð á bekknum en það kom ekki í veg fyrir að ég hæfist handa. Þetta er hámark karlmennskunnar......minnar!

fimmtudagur, 3. janúar 2008

Liklega það allra mikilvægasta...

KAHC á Mokka

Ég held það sé smá sjens að Guðný eigandi Mokka hafi staðinn opinn kannski eitt til tvö kvöld í viku. Það væri nú draumur. Þá verður Mokka aftur pick-up staður eins og einu sinni. Nú þarf bara að safna nokkrum undirskriftum.

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Af teiknibloggi

Ég er að hugsa um að hætta ekki að blogga. Ég burðast ekki með óraunhæfar væntingar til þessa athæfis, og það dugar mér að stundum tekst vel til og þá er þetta skemmtilegt. Þetta gerir líka sitt gagn sem ballest fyrir mig persónulega. Annað mál er hvort öðrum er skemmt. Á síðasta ári held ég að ég hafi móðgað u.þ.b. jafnmarga með myndunum mínum og þá sem voru himinlifandi.

Hér er t.d. einn sem er alltaf ánægður með myndirnar af sér hversu mikið sem ég ýki hann og skrumskæli. Í þetta sinn er skeggið í þrefaldri stærð. Ketill fagnar ævintýri og öllu því nýja sem skýtur upp kollinum fyrirvaralaust.

Ketill Larsen hress í byrjun árs á Mokka

þriðjudagur, 1. janúar 2008

Gleðilegt nýtt ár 2008!

Áramótasjálfsmyndin

Óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegs nýs árs. Látið ekki fýlusvipinn gabba ykkur... ég var skellihlæjandi á meðan ég var að þessu!

Sjáumst hress á nýju ári.