miðvikudagur, 24. september 2008

Ljósmynd og fantasía

Mokka

Stillife with coffee


Því sýni ég ekki bara ljósmynd af blessaða borðinu á Mokka? Af hverju tek ég ekki bara ljósmynd og mála svo eftir henni? Svona photorealístískt prump! Já, ég er pirraður yfir því hvernig allir falla fyrir og dýrka það glansandi yfirborð sem hjúpað er utanum ekki neitt. Efnið er allt, hnökralaust og án skrítinna persónulegra sérkenna sem gætu virkað truflandi. Allt skal vera sálarlaust og dautt. Hér er tilraun til að gera dauða mynd. Kyrrlífsmynd með kaffi. Tekst samt ekki að ná photorealisma - allt fullt af sérkennum - hvað er að mér??

Annars í alvöru talað þá er ég alveg hættur að gera fantasíur - fígúrutífar myndir eins og ég var vanur. Áður var önnurhver mynd í skissubókinni svoleiðis - unnið hálf ómeðvitað, en náði tilfinningu sem var að brjótast í manni - yfirleitt eitthvað ástíðufullt. Nú er ég hálf daufur þannig og það sést.
Hér er svo smá dútl á servíettu í gær.


Mokka

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við ræddum þetta í dag, laug. 27.09. á Mokka varðandi helstirðnaðan fótórealisma eins portrettmálara. Ég er alveg innilega sammála þér. Þarna var á ferðinni frostþurrkað handverk hæfileikamanns í blindgötu.
Kv. Kristbergur

TAP sagði...

Bingó Kristbergur! Leitt að þurfa að rjúka í dag - var að snúast í einu og öðru eins og skopparakringla. Þurfum að koma út bókum fyrir jól (nóv!)