miðvikudagur, 14. maí 2008

Grafir, gróður, gestir og gangandi.

Hafði með mér stærri skissubókina niður á tárið í morgun og gleymdi ekki að kippa með mér stóru stikki af engiferrót og 5 salamisneiðum frá ítalíu (HA HA!). Var í formi og gerði þessa mynd með svartri krít. Vitlaus fjarvídd, en allt í lagi samt...

Emiliano vinnur á Kaffitári í morgun


Í hádeginu fór ég á miðvikudagsseminar RA sem að þessu sinni var í formi stórfróðlegrar leiðsagnar Sólveigar og Heimis um gamla kirkjugarðinn og kallaðist "Gróður og grafir í Hólavallagarði". Þessi ævintýralegu hjón gerðu þessa hádegisstund ógleymanlega, og ekki spillti veðurblíðan fyrir. Þarf að kíkja þangað fljótt aftur og skoða betur hlyninn og girðingarnar.

Ég fór aftur upp á vinnustofu bara til að snúa við niður í bæ og hanga með Agli Ólafs, Katli Larsen, Klöru, Juan, Ilon, Bárði, Sveini og mörgum fleirum sem áttu leið hjá fyrir utan Mokka! Mér er ekki viðbjargandi, en samt nota ég tímann smá og drekk piparmyntu + earlgrey te saman með rifnu engifer útí. Verra gæti það verið.



A failed attempt on Ilan outside Mokka!

Gunnar (sem draugur) á Mokka um daginn


Hér eru svo nokkrar skyndimyndir síðan síðast:



M&M

Mokka

Engin ummæli: