þriðjudagur, 10. júlí 2007

Erfiðir andar



Egill Arnarson

Valur Brynjar Antonsson

Suma menn er erfitt að teikna, sökum þess að þeir koma manni svo misjafnlega fyrir sjónir eða eru hreinlega of flóknir karakterar til að geta gert þeim alfarið skil í einni sviphendingu. Því getur verið auðveldara að teikna manneskju sem maður þekkir ekki neitt, heldur en einhvern sem er sífellt að koma manni á óvart.

Þetta á við um heimspekingana sem ég þekki. Nýlega gerði ég þessa mynd af Agli Arnarsyni, en honum hef ég aldrei náð almennilega frekar en aðra flókna vini eins og td Hauk Má. Val Brynjar reyndi ég að teikna í gærkvöldi -tilraun til að fanga andrúmsloft sem var á sífelldri hreyfingu og endalaust margbreytilegt. "Listin nær ekki að grípa andann" sagði Egill að Hegel hafi sagt, en ég held áfram að reyna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Listin grípur andann á lofti.