þriðjudagur, 3. júlí 2007

Allt of lítið sofið,...

Bjarni Klemenz gluggar í bók eftir japanskan höfund
- í undirmeðvitundinni er skerpt á grímuballsplottinu...

.. enda er íslenskt sumar til að vaka. Samt þarf ég að hvílast -finnst ég búinn að keyra mig út í eintómu aðgerðarleysi. Maður dansar svo mikið eftir veðri, og nú er komið einum of mikið af því góða. Nú vantar mig súld eða hreinlega slagveður til að frískast og þá get ég náð aftur fyrri aga og einbeitingu. Þetta áhyggjulausa ítalska hangs er bara annar helmingurinn, og nóg komið í bili. Samt elska ég sólinaaaaa!

Hér er svo ein kaffipots-mynd sem ég gleymdi að setja inn í fyrradag. Frönsk túristahjón fyrir utan Mokka.


Engin ummæli: